Tucker Carlson blaðamaður. Mynd © Gage Skidmore (CC 2.0)
Að halda áfram blóðbaðinu í Úkraínu er ekkert annað en dýrkun á dauðanum. Það segir bandaríski blaðamaðurinn Tucker Carlson í ræðu nýlega (sjá X að neðan).
Staðgengilsstríðið í Úkraínu hefur farið algjörlega út af sporinu, segir blaðamaðurinn Tucker Carlson. Úkraínskum karlmönnum er fórnað á altari tilgangslauss dauða. Samkvæmt Nikolay Azarov, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu, þá liggja um hálf milljón úkraínskra hermanna í valnum áður en árið er á enda.
Vesturlönd vilja ekki frið
En Vesturlönd og Úkraína ætla samt ekki að semja um frið við Rússland. Þau neita. Þannig að slátra á fleiri hermönnum. Fyrir ekki neitt. Tucker segir:
„Enginn hefur í rauninni unnið neitt í þessu stríði. Ég sá myndband í dag með nýjustu nýliðum Úkraínu. Þeir voru eldri en ég. Ég er frekar gamall. Það sást á andlitum þeirra. Þeir voru örvæntingarfullir. Þetta er land sem er orðið uppiskroppa með karlmenn og þeir munu ekki vinna.“
Sumir vilja að afarnir deyi
Að vinna eða tapa stríði er kannski ekkert óvenjulegt. Slíkt gerist, bendir Carlson á. En að stjórnmálaleiðtogar í Bandaríkjunum krefjist þess, að stríðið haldi áfram. Það er hið ótrúlega. Hann segir:
„Hvað er það? Óvinnandi stríð? Þar sem besta niðurstaðan er sú, að mörgum öfum er slátrað? Ha? Hvers vegna? Það sem við sjáum er að einhverjir eru ánægðir með að fólk deyi. Að dauðinn sé í eðli sínu góður. Það sem við sjáum er dauðadýrkun. Það er nákvæmlega það sem það er.“