Í júní 2023 aflétti alríkisdómstóllinn í Norður-Georgíu leynd á 96 blaðsíðna Halderman-skýrslu með öryggisgreiningu á „ImageCast X“ atkvæðabúnaði Georgíu. Brad Raffensperger, utanríkisráðherra Georgíu, hélt skýrslunni leyndri fyrir almenningi í tvö ár. Dómarinn Amy Totenberg (á myndinni að ofan) bætti síðan um þar til í síðustu viku, þegar málið var tekið upp í alríkisdómstóli Atlanta, Georgíu.
J. Alex Halderman, prófessor í tölvu – og verkfræði hjá Michigan háskóla ásamt Drew Sringall, öryggisfræðingi og aðstoðarprófessor við Auburn háskóla, skrifuðu skýrsluna. Í skýrslunni gera þeir grein fyrir helstu veikleikum kosningakerfisins „ImageCast X Dominion Voting Systems.“
Fyrst utanríkisráðherrann síðan dómarinn
Dómarinn Amy Totenberg, innsiglaði og hélt niðurstöðum rannsóknarinnar á Dominion kosningavélum í Georgíu leyndum þar til í síðustu viku. Skýrslan staðfestir, að hægt er að breyta atkvæðum í Dominion kosningavélunum með einfaldri tölvuárás. Skýrslan sýnir, að hugbúnaður Dominion er viðkvæmur og auðvelt að brjótast inn í hann og breyta atkvæðatölum.
Garland Favorito, stofnandi samtaka kjósenda í Georgíu sem vilja fá heiðarlegt kosningakerfi sem ekki er hægt að svindla á, ræddi málið í fyrrasumar í stríðsherbergi Steve Bannons (sjá að neðan). Raffensperger utanríkisráðherra Georgiu sem er þekktur Trump hatari, hélt þessum upplýsingum leyndum fyrir almenningi í tvö ár. Hér er afrit af Halderman skýrslunni sem birt var í júní, sjá pdf að neðan:
Gallað kerfi kosningavélanna opið fyrir tölvuþrjótum sem vilja breyta atkvæðatölum
Prófessor Halderman skrifaði um niðurstöður sínar í bloggfærslu í síðustu viku:
„Í september 2020 veitti dómstóllinn stefnendum aðgang að einum af snertiskjáum kosningavéla í Georgíu (BMD) svo svo hægt væri að meta öryggið. Ég og Drew prófuðum vélina á allan hátt og við uppgötvuðum veikleika í næstum öllum hlutum kerfisins sem geta orðið fyrir hugsanlegum tölvuárásum. Mikilvægasta vandamálið sem við fundum var op í varnarkerfinu fyrir handahófskennda kóða, sem hægt er að nýta til að dreifa fjandsamlegum forritum frá miðlægu kosningakerfi fylkisins (Election Management System, EMS) til allra álestursvéla (Ballot Marking Device, BMD) í kjördæminu. Þetta gerir það mögulegt að hægt er að brjótast inn í kosningavélar á breiðu svæði, án þess að snerta neina þeirra með höndunum.“
„Skýrslan okkar útskýrir hvernig tölvuþrjótar gætu nýtt sér gallana sem við fundum til að breyta atkvæðum eða hugsanlega jafnvel haft áhrif á kosningaúrslit í Georgíu. Það innifelur hvernig hægt er að komast fram hjá tæknilegum og öðrum öryggisráðstöfunum sem ríkið hefur til staðar. Þó að okkur sé ekki kunnugt um neinar vísbendingar um að veikleikarnir hafi verið nýttir til að breyta atkvæðum í fyrri kosningum, án frekari varúðarráðstafana og mildunar, þá er alvarleg hætta á ferðum að að veikleikarnir verði nýttir í framtíðinni.“
Sýndi viðkomandi í dómssal alríkisdómstólsins hvernig hægt er að brjótast inn í kosningavélarnar
Eftir útgáfu skýrslunnar tísti prófessor Halderman að Brad Raffensperger, utanríkisráðherra Georgíu, myndi ekki bæta öryggi Dominion kosningavélanna fyrir kosningarnar 2024. Núna… á föstudaginn hjá alríkisdómstóli í Atlanta, Georgíu, gat J. Alex Halderman brotist inn í Dominion kosningavél fyrir framan augu Amy Totenberg héraðsdómara í réttarsalnum! Halderman þurfti aðeins penna til að breyta atkvæðum! Þetta er hluti af langvarandi málsókn kjósenda sem berjast fyrir heiðarleika í kosningum sem verður fordæmisgefandi. Stefnendur vilja að hætt verði að nota óöruggar kosningavélar og venjulegir prentaðir atkvæðaseðlar verði teknir upp í staðinn. Kjósandinn þarf þá að sýna persónuskilríki áður en hann fer inn í kjörklefann.
Hér að neðan má sjá teikningu, þegar Halderman breytti niðurstöðu kosningavéla með penna að vopni. Þar fyrir neðan er viðtal formanns samtaka kjósenda í Georgíu við Steve Bannon.
Viðtal Steve Bannon við Garland Favorito, formann félags kjósenda í Georgíu um skýrsluna hefst á mínutu 26,50