Flugstöðin á Boston flugvelli nýtt sem flóttamannabúðir

Flugstöðin á Logan flugvellinum í Boston hefur verið notuð sem bráðabirgðaskýli fyrir ólöglega innflytjendur í marga mánuði núna og fjöldinn hefur vaxið að því marki, að flugstöðin lítur út eins og flóttamannabúðir. Þetta er bæði heilsufarsleg áhætta sem og öryggisáhætta, að ekki sé minnst á þau gríðarlegu óþægindi sem flugfarþegar verða fyrir sem ferðast til og frá Boston.

Maura Healy, demókratískur ríkisstjóri er úti á túni. Hún hefur greinilega ekki hugmynd um hvernig á að takast á við vandann og getur heldur ekki sagt neitt neikvætt því slíkt er bannað af flokksmönnum hennar.

The New York Post greinir frá því, að flugstöðin sé orðin skjólstaður á annað hundrað farandmanna og fjölskyldur bætast við á öllum tímum sólarhringsins. Fjölskyldur hafa búið um sig í farangursgeymslu umkringdar ferðatöskum og nota teppi sem bráðabirgðadýnur á gólfi flugstöðvarinnar eins og sjá má á myndskeiðum hér að neðan og á myndum The New York Post. Fulltrúi frá flugyfirvöldum Massachusetts segir:

„Við munum halda áfram að sjá farandfólk á flugvellinum. Þeir koma til Logan á ýmsan hátt. Þeir koma líka til Logan á öllum tímum.“

Farandfólkið er flutt daglega frá flugvellinum yfir í móttökustöðvar ríkisins og flutt til baka á nóttinni. Er það gert vegna skorts á starfsfólki og/eða fjármagni til að taka á móti innflytjendunum.

Sjá má á myndskeiðum hér að neðan, hvílíkt öngþveiti galopin landamæri eru farin að skapa í Bandaríkjunum.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa