Þetta dregur kjósendur að Le Pen

Þegar tæp vika er í kosningar Frakka kemur það sífellt betur í ljós, að valdhafar standa frammi fyrir niðurlægjandi ósigri. Þjóðbandalag Marine Le Pen leiðir með miklum mun í skoðanakönnunum og það eru ekki einungis innflytjendamálin sem laða að kjósendur.

Þann 30. júní verður gengið að kjörborðinu í Frakklandi í kosningum sem Emmanuel Macron forseti boðaði eftir niðurlægjandi útkomu ESB-kosninganna. Þar varð Þjóðbandalag Marine Le Pen helmingi stærri en stjórnarflokkur Macrons.

Nánast allar skoðanakannanir sem gerðar hafa verið sýna, að „Rassemble National, RN,“ flokkur Le Pen er með mikla forystu og verður sá flokkur sem vinnur kosningarnar. Hörmulegt ástand fjölmenningar og hömlulauss fjöldainnflutnings til Frakklands hefur neytt Frakka til að opna augun fyrir því að eitthvað verður að gerast.

Ekki bara innflytjendamálin

Það eru hins vegar önnur mál en innflytjendamálin eins og efnahags- og atvinnumál sem draga til sín kjósendur. Þetta kemur fram í könnun Ipsos sem Financial Times lét gera. 2.000 franskir ​​kjósendur tóku þátt í könnuninni og 25% þeirra bera mest traust til efnahagsstefnu flokks Le Pen.

Í sameiginlegu öðru sæti kemur vinstri róttæka Alþýðufylkingin og valkosturinn „Enginn hinna“ með 22%. Í þriðja sæti kemur Renaissance flokkur Macrons með 20% og síðast kemur Lýðveldisflokkurinn með 11%.

Mun bæta lífskjör Frakka

Frakkar hafa trú á því, að flokkur Le Pen muni bæta lífskjörin, hemja verðbólguna og lækka skatta. Auk þess hafa margir trú á því að Þjóðbandalagið muni minnka atvinnuleysi og opinberar skuldir.

Þjóðbandalagið hefur einnig lofað að lækka orkuskatta og lækka eftirlaunaaldur, úr 64 í 62 ár. Þegar Macron kaus að hækka eftirlaunaaldur árið 2023 leiddi það til mikilla mótmæla í Frakklandi og gerði Macron að almennt hötuðum stjórnmálamanni. Mathieu Gallard hjá Ipsos segir við Financial Times:

„Í þessu samhengi er litið á Þjóðbandalagið sem flokk sem hæfan eða þá að minnsta kosti ekki síður hæfan en aðrir pólitískir valkostir.“

Í skoðanakönnun sem Ipsos gerði um hvern Frakkar eru líklegir til að kjósa er Þjóðbandalag Le Pen stærst miðað við aðra flokka. Flokkur Le Pen fær 33,7% atkvæða, Alþýðufylkingin fær 26,7%, Enginn hinna fær 20,6%, Lýðveldisflokkurinn fær 7,3% og aðrir fá 11,6%.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa