„Grænu“ umskiptin: Rafgeymaverktaki losar 900 tonn af metylenklóríð út í andrúmsloftið

Grænu umskiptin munu eyðileggja hagkerfi Vesturlanda. Það er ekkert skrýtið: það er markmið kínverskra kommúnista sem líkt og fyrirrennararnir í Alþjóðasamtökum kommúnismans, Komintern, kyrjuðu einum kór: Drepum kapítalismann – lengi lifi sósíalisminn.

Eitt af óteljandi dæmum er frá undirverktaka fyrir framleiðslu rafgeyma í rafbíla sem að 50% koma frá Kína. Í Eskilstuna í Svíþjóð undirbýr kínverska fyrirtækið „Shenzhen Senior Material“ framleiðslu á skiljufilmu meðal annars fyrir fyrirtækið Northvolt og aðra sem framleiða rafgeyma fyrir rafbíla. Fjárfestingin er í risaverkefni „grænu umskiptanna“ sem tröllríður hinum vestræna heimi um þessar mundir. Kratinn Jimmy Jansson formaður bæjarstjórnar er yfir sig hrifinn og segir að fjárfestingin þýði „endurkomu iðnaðarins“ fyrir bæinn.

Virðist vera hægt að gera hvað sem er í nafni „grænu umskiptanna“

Fyrir bæjarbúa þýðir hin meinta græna fjárfesting í reynd, að 900 tonnum af hinu hættulega og bannaða efni metýlenklóríði verður hleypt út í andrúmsloftið í borginni. Åke Bergman, prófessor emeritus í umhverfisefnafræði við Stokkhólmsháskóla segir:

„Það er eins og hægt sé að gera nánast hvað sem er í nafni grænu umskiptanna.“

Í iðnaðarhverfinu Sivsta fyrir utan borgina undirbýr kínverska fyrirtækið „Shenzhen Senior Material“ framleiðslu á skiljufilmu meðal annars fyrir Northvolt og aðra sem framleiða rafgeyma í rafbíla. Northvolt í Svíþjóð er núna í gríðarlegum fjárhagskröggum og hefur þurft að loka framleiðslueiningum vegna „skorts á pöntunum.“ Meira um það í öðrum greinum.

Veldur dauða, krabbameini, fæðingargöllum, heilabilun og taugaskemmdum

Dagens Arbete greinir frá því, að skiljufilman sé framleidd með efninu metýnklóríði. Efnið er svo eitrað að bein innöndun getur leitt til dauða. Efnið veldur einnig krabbameini, fæðingargöllum, heilabilun og taugaskemmdum. Efnið hefur verið bannað í Svíþjóð síðan 1996 en fyrirtæki geta sótt um undanþágu til Efnaeftirlitsins. Hins vegar hefur notkunin minnkað verulega úr 427 tonnum í 10 tonn árið 2022.

Shenzhen Senior Material sótti þegar um undanþágu árið 2021 og fékk samþykki frá Efnaeftirlitinu, sem þýðir að fyrirtækið fær að nota 2.770 tonn af metýlenklóríði á tveimur árum, sem er 267 sinnum meira en það sem notað var í Svíþjóð árið áður. Åke Bergman segir:

„Varast ber að fá efnið á sig. Ég vona að starfsmennirnir þurfi ekki að lenda í því. Þá gæti farið mjög illa.“

Nágrannar ekki látnir vita

Umhverfisskrifstofa Eskilstuna og lénsstjórnin í Sörmland spyrja hvort svo mikið eiturefnamagn sé nauðsynlegt. Umhverfisnefndin vildi stöðva fyrirtækið því nærliggjandi grannar voru ekki upplýstir um eitrið. Umhverfisdómstóllin gaf fyrirtækinu engu að síður leyfi til að nota eitrið, 2770 tonn á tveimur árum.

Alls hefur fyrirtækið leyfi til að losa 900 tonn af eiturefninu árlega í tvö ár. Það gerir tvö og hálft tonn daglega alla daga ársins. Bergman bregst þungur við:

„Ég vil ekki sjá svona mikinn leka. Mér finnst það ákaflega skrítið að ekki sé hægt að slökkva á kerfinu betur en að 900 tonn leki út. Það er slæmt.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa