Donald Trump lofar að binda endi á stríðið í Úkraínu verði hann kjörinn forseti. Núna hefur Vladimír Pútín Rússlandsforseti tjáð sig um loforð Trumps. Pútín segist taka yfirlýsinguna alvarlega og styðji hana.
Donald Trump, forsetaframbjóðandi Bandaríkjanna, hefur vakið mikla athygli með því að halda því fram, að hann geti bundið enda á stríðið í Úkraínu á einum degi. Í kappræðum við Joe Biden Bandaríkjaforseta sagði Trump einnig að stríðið hefði aldrei brotist út ef hann hefði verið forseti áfram.
Í einkaviðtölum er hann sagður hafa sagt, að friðarsamkomulag gæti falist í því að Rússar fái aðgang að rússneskum svæðum Krímskaga og Donbass.
Pútín jákvæður
Reuters greinir frá því, að Vladimír Pútín Rússlandsforseti líti friðartillögu Trumps jákvæðum augum:
„Við tökum þá staðreynd alvarlega, að Mr. Trump lýsir því yfir sem forsetaframbjóðandi, að hann sé tilbúinn og vilji stöðva stríðið í Úkraínu.“
„Ég kannast auðvitað ekki við þær tillögur sem koma til greina og hvernig hann ætlar að útfæra þetta. Það er lykilspurningin. En ég efast ekki um, að hann meini það af einlægni og við styðjum það.“
Almenningur snýr baki við Joe Biden
Nú bendir allt til þess að Trump fái tækifæri til að sýna hvernig friðaráætlun hans virkar í reynd. Eftir að ruglaði Joe Biden sýndi skýr merki um heilabilun í síðustu forsetaumræðu, þá snýr almenningur sér í ríkari mæli til Donald Trump.