Þýskaland byggir kolaorkuver

Þjóðverjar lögðu niður kjarnorkuverin vegna lygaáróðurs græningja. (Mynd Wikipedia).

Þýskaland fylgdi pólitísku rétttrúnaðar vindunum og lokaði kjarnorkuverum í áföngum og hætti að kaupa rússneskt gas. Nú þarf landið að gjalda þessarar fásinnu með því að byggja ný kolaorkuver.

Þýskaland lokaði kjarnorkuverum sínum í áföngum eftir Fukushima-slysið árið 2011. Einnig hefur dregið úr innflutningi á gasi frá Rússlandi eftir hryðjuverk Bandaríkjanna á Nord Stream gasleiðslunum frá Rússlandi til meginlands Evrópu.

Sögulegt þorp afmáð vegna kolaorku

Eina lausnin til að leysa þennan heimatilbúna orkuskort er að byggja upp kolaorku. Frá þessu greinir Bloomberg sem jafnframt tilkynnir að það verði að jafna heilu þýsku þorpi við jörðu í þeim tilgangi.

Um er að ræða hið sögufræga þorp Mühlrose, sem núna á að eyðileggja. Þorpið er meðal annars griðastaður fyrir sorbneska minnihlutann sem stofnaði þorpið þegar á miðöldum.

Tvö hundruð rekin burtu

Áætlanir um kolaorku hefur þegar orðið til þess, að margir þorpsbúar hafa flutt burtu. Um tvö hundruð manns sem voru eftir töldu sig vera óhulta.

En núna er verið að reka fólkið burtu og meira að segja þýski græningjaflokkurinn styður tillöguna. Fyrirtækið á bak við kolanámuna telur að kolanáman verði í rekstri fram til ársins 2038. Einn þorpsbúinn segir við Bloomberg:

„Ég vil ekki flytja, ég fæddist hérna.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa