Nató staðráðið í að magna stríðið: Heimilar Úkraínu að ráðast á Rússland

Úkraínu er heimilt að ráðast á skotmörk inni á rússnesku landi með vopnum sem Úkraína fær og hefur fengið og mun fá frá aðildarríkjum Nató. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Nató, flutti þessi skilaboð undir lok leiðtogafundar hernaðarbandalagsins í Washington D.C.

Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, skrifaði eftir að hann hitti nýskipaðan forsætisráðherra Bretlands, Keir Starmer, í tengslum við leiðtogafund Nató í höfuðborg Bandaríkjanna (sjá neðar á síðunni):

„Í morgun komst fengum við heimild til að nota Storm Shadow eldflaugar gegn hernaðarlegum skotmörkum á rússnesku yfirráðasvæði. Í dag fengum við tækifæri til að ræða framkvæmdalega hlið málsins.“

Bretar hikandi

Úkraína „má“ núna nota bresk-frönsku eldflaugarnar til að skjóta á Rússland sem Zelensky hefur lengi beðið um. Nató hefur því sleppt af „bremsunni“ um að þetta sé ekki stríð á milli Nató og Rússlands og virðist reiðubúið að stigmagna stríðið svo það verði full stórstyrjöld á milli Nató-ríkja og Rússlands.

Það liðu hins vegar ekki margar klukkustundir þar til kossar Starmers í Washington fengu kaldar móttökur í London. Varnarmálaráðuneyti Bretlands hafði ekki fengið neinar upplýsingar um að Úkraínu væri heimilt að beita háþróuðum vopnum Breta gegn skotmörkum í Rússlandi. The Telegraph skrifar að heimildir innan breska hersins lýsi „vonbrigðum“ með framgöngu forsætisráðherrans. Eftir Nató fundinn sögðu heimildarmenn blaðsins, að stefnu Breta varðandi árásir á skotmörk í Rússlandi „hefði ekki verið breytt.“

„Eina leiðin“ að mati Stoltenberg

Þó að Bretar séu hikandi um hvernig „megi“ nota vopnin sem þeir sendu til Úkraínu, virðast Bandaríkin þeim ákveðnari. Joe Biden forseti tilkynnti á blaðamannafundi eftir að Nató-fundinum lauk, að Úkraína mætti nota bandarísk vopn gegn skotmörkum „í nærsvæði útlanda, inn í Rússland.“ Hann bætir því við, að ekki eigi að nota vopn frá Bandaríkjunum „lengra inn í landið eins og til dæmis Moskvu.“ Þessi véfréttarstíll þýðir aðeins einn hlut til Úkraínu: Farið og ráðist á Rússland!

Aðalritari Nató tekur af öll tvímæli um notkun háþróaðra Nató vopna gegn skotmörkum í Rússlandi og fagnar að höftum sé létt um notkun þeirra. Hann segir þetta „einu leiðina“ til að berjast gegn Rússlandi t.d. norður af Kharkiv. Stoltenberg segir:

„Ég fagna því að bandamenn okkar hafi slakað á höftunum og að Úkraína eigi skýlausan rétt til að nota vopn sem þeir hafa fengið, bæði þeirra eigin og þeirra sem þeir hafa fengið frá bandamönnum, til að ráðast á lögmæt hernaðarleg skotmörk á rússnesku yfirráðasvæði.“

Nató er reiðubúið að fara í stórstyrjöld við Rússland.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa