Hugveita sem tengist Trump hvetur Úkraínu til að semja við Rússland

Úkraína á að hefja samningaviðræður við Rússa og Bandaríkin eiga að þrýsta á samningsaðilana og koma þeim að samningaborðinu. Þessi hvatning er sett fram í skýrslu hugveitunnar „America First“ (sjá pdf að neðan). Donald Trump er sagður styðja innihald skýrslunnar.

Skýrslan kom þegar út í apríl á þessu ári, fyrir tveimur og hálfum mánuði síðan og er skrifuð af tveimur fyrrverandi ráðgjöfum Trump, hershöfðingjunum Keith Kellogg og Fred Fleitz.

Það er samt fyrst núna sem fjölmiðlar hafa veitt henni eftirtekt eftir að Reuters vakti athygli á henni. Donald Trump er sagður hafa farið jákvæðum orðum um skýrsluna. Fleitz sagði eftir að hafa kynnt skýrsluna fyrir fyrrverandi forseta:

„Ég er ekki að segja að hann hafi verið sammála henni eða verið sammála hverju orði en við vorum ánægð með viðbrögðin sem við fengum.“

Vanhæfni Biden-stjórnarinnar flækir Bandaríkin í stríðsrekstur

Áframhaldandi stríð Rússlands og Úkraínu var kreppa sem hægt hefði verið að forðast. En vegna vanhæfni Biden-stjórnarinnar til að gæta hagsmuni þjóðaröryggis Bandaríkjanna fylgir hún sömu stefnu og flækir Bandaríkin í endalaus stríð.

Áhættusækni Biden-stjórnarinnar í sendingu vopnabúnaðar til Úkraínu ásamt misbresti í samskiptum við Rússa hefur lengt stríðið í Úkraínu sem er að breytast í allsherjarstríð gegn Rússlandi.

Til að stöðva stríðið milli Rússlands og Úkraínu, þá þarf sterka forystu Bandaríkjanna til að koma á vopnahlé og friðarsamningi milli stríðsaðilanna tveggja.

Samningaleiðin eina leiðin fram á við

Fyrrverandi ráðgjafar Trumps segja, að samningaleiðin sé eina leiðin fram á við. Til að byrja með þarf þurfa stríðandi aðilar að koma sér saman um vopnahlé. Eftir það ætti að skilyrða áframhaldandi stuðning Bandaríkjamanna við Úkraínu við að Úkraína samþykki friðarviðræður við Rússa.

Skýrsluhöfundar benda einnig á, að þegar átökin verði yfirstaðin gæti Úkraína beðið út Pútín og samið um að endurheimta landsvæði sitt í samningaviðræðum við stjórnina sem tekur við af honum.

Lesa má skýrsluna á ensku hér að neðan:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa