Hinn kæri Lars Bern, sænskur athafnamaður á eftirlaunum, er vægast sagt gagnrýninn á þá tilfallandi heilabilun sem tröllríður meðal stjórnmálamanna Vesturlanda, þá einna helst ESB. Hann segir að stjórnmálamenn Svíþjóðar hafa „gjörsamlega glatað glórunni,“ þegar ráðast gegn þeim fáu stjórnmálaleiðtogum sem vilja koma á friði í Úkraínu.
Lars Bern tjáir sig meðal annars um morðtilraunina á Donald Trump í nýjum viðtalsþætti við Swebtv (sjá myndskeið að neðan). Samkvæmt Bern er Trump álíka hataður eins og Kennedy-bræðurnir sem voru myrtir.
Lars Bern tjáir sig einnig um þá illgirni sem beint er þeim stjórnmálamönnum sem eru að reyna að koma á friði í Úkraínu eins og Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands. Sænska ríkisstjórnin hefur hellt sér út í ógeðfelldar persónulegar árásir á Orbán vegna friðarheimsókna hans til Rússlands, Kína og Bandaríkjanna. Lars Bern sagði:
„Forsætisráðherra Svíþjóðar gagnrýnir þann stjórnmálamann ESB sem reynir að skapa frið. Þá spyr ég sjálfan mig: Hvað í ósköpunum hefur komið fyrir stjórnmálamennina okkar? Af hverju vilja þeir stríð hvað svo sem það kostar gegn stærsta kjarnorkuveldi heims?“
„Eru þeir ekki með öllum mjalla? Þeir hafa gjörsamlega tapað glórunni. Og þeir eiga að vera fulltrúar sænsku þjóðarinnar. Þeir eyðileggja fyrir landinu okkar á hryllilegan hátt.“
„Það á við um allt Evrópusambandið. Þetta á við um alla leiðtoga ESB. Þeir eru ekki með fulle fem. Þeir hafa alveg týnt vitinu. Þeir voru svo vissir um að þetta stríð myndi brjóta Rússland á bak aftur, valda óstöðugleika í Rússlandi og fella stjórnina. Þegar ekkert af því gerist, þá neita þeir harðlega að viðurkenna að leikurinn sé tapaður.“
Hér að neðan má sjá viðtalið við Lars Bern í SwebbTV: