Greinilega lætur Elon Musk hvorki hóta né múta sér. Musk uppljóstrar núna, að framkvæmdastjórn ESB bauð X „ólöglegan leynisamning“ til að ritskoða innihald á X í leyni. En X féllst ekki á að gera neitt slíkt.
Í gær, föstudag, fullyrti ESB, að samfélagsmiðillinn X fylgi ekki ritskoðunarlögum ESB „Digital Services Act, DSA.“ Ekki leið á löngu, þar til svar kom frá Elon Musk, sem uppljóstrar, að framkvæmdastjórn ESB bauð honum leynisamning (sjá X að neðan). X átti að ritskoða innihaldið á samfélagsmiðlinum í leyni og ESB myndi þá í staðinn láta vera að sekta fyrirtækið að sögn Musks. En Musk gerði ekki eins og aðrir samfélagsmiðlar. Hann hafnaði „tilboðinu.“
Musk skrifar á X:
„Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins bauð X ólöglegan leynisamning: ef við ritskoðuðum ummæli leynilega án þess að segja neinum það, þá myndu þeir ekki sekta okkur. Hinir samfélagsmiðlarnir samþykktu þann samning. X gerði það ekki.“
Þegar þetta er skrifað hefur færsla hans verið skoðuð yfir 65 milljón sinnum. Musk skrifar í annarri færslu:
„Við hlökkum mjög til opinberrar baráttu fyrir dómstólum, þannig að íbúar Evrópu kynnist sannleikanum.“
Gagnrýnin hellist yfir ESB sbr. tíst hér að neðan: