Þjóðólfur – Nýr fjölmiðill á Íslandi

Ég verð að biðja lesendur þessarrar síðu afsökunar á því, að ég hef ekki sagt frá því áður hér, að ég hef ásamt hinum landskunna blaðamanni Halli Hallssyni stofnað nýjan fjölmiðil á Íslandi, Þjóðólf. Ég mun því ekki skrifa fréttir á gustafadolf.com að sinni, heldur helga Þjóðólfi krafta mína og skrifa þar. Þegar ég tilkynnti að ég færi í sumarfrí, þá var tíminn notaður til að vinna við heimasíðugerð og koma Þjóðólfi af stað. Allt er ekki fullkomið og enn verið að fínpússa skipið. Internetið er í stöðugri þróun og hreyfingu og verður að sjósetja bátinn til að fullreyna að allt virki eins og ætlast sé til.

Þjóðólfur birtist fyrst 3. ágúst og er smám saman að taka á sig form. Hallur Hallsson skrifaði ávarp til Íslendinga sem tekur yfir grundvöll og markmið útgáfunnar. Ávarpið birtist í annarri frétt hér á síðunni.

Ég hvet alla sem ekki vita enn um tilurð Þjóðólfs að heimsækja Þjóðólf:

thjodolfur.is

Gústaf Adolf Skúlason

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa