Maglarps kirkjan var rifin 2007. (Mynd © F. G. Svensson/SBVF).
125 sænskar kirkjur hafa ýmist verið rifnar, farist í eldsvoða eða verið seldar frá árinu 2000. Þetta kemur fram í skýrslu sem sænsku kirkjan hefur tekið fram.
Forsætisráðherra Svíþjóðar hefur gagnrýnt samstarfsaðila ríkisstjórnarinnar, Svíþjóðardemókrata, fyrir að berjast gegn íslamismanum. Jimmie Åkesson, flokksleiðtogi Svíþjóðardemókrata, sagði á Landsfundi Svíþjóðardemókrata, að
„Rífa þarf niður moskubyggingar þar sem andlýðræðislegum, sænskum, hómófóbískum eða gyðingahatursáróðri er dreift.“
Forsætisráðherrann ver moskurnar
Ulf Kristersson sagði í viðtali við sænska sjónvarpið SVT:
„Í Svíþjóð rífum við ekki niður tilbeiðslustaði. Við verðum sem samfélag að berjast gegn ofbeldisfullri öfgahyggju óháð grundvelli – og það verður að gerast innan ramma lýðræðislega réttarríkisins“.
125 kirkjubyggingar
En tilbeiðslustaðir, ekki síst kirkjur, eru þegar rifnar niður í dag í Svíþjóð. Það segir Markus Dahlberg, yfirmaður menningararfs kirkjunnar, í viðtali við sænska miðilinn Samnytt. Eftir að sænska kirkjan skildi sig frá ríkinu ár 2000 hafa alls 125 kirkjur annað hvort verið rifnar eða brunnið eða seldar. Dahlberg segir:
„Þetta eru um tíu kirkjur á ári. Stundum meira og stundum minna. Þetta eru vígðar kirkjur.“
Bágborinn efnahagur aðalástæðan
Staðbundnir söfnuðir ákveða hvort þeir rífa eða selja kirkjur. Meginástæða slíkrar ákvörðunar er oftast sú, að söfnuðurinn hefur ekki lengur efni á að halda kirkjunni sinni. Markus Dahlberg bætir við:
„Á endanum áttarðu þig á því, að efnahagurinn mun ekki batna séð til lengri tíma og þá kemur slík ákvörðun að lokum. En það er ekki auðveld ákvörðun fyrir neinn söfnuð.“
Flestar kirkjur sem eru seldar eru nýrri kirkjur. Um helmingur var byggður eftir 1960. En sænska kirkjan hefur einnig losaði sig við gamlar kirkjur. Tvær þeirra, gamla Tösse kirkjan í Åmål og Huggenäs kirkjan í Säffle, eru báðar frá 13. öld.
Sumar verða að veitingahúsum
Flestar kirkjurnar sem sænska kirkjan selur eru enn á sínum stað en með nýjum eigendum. Um 20 hafa verið seldir til annarra trúfélaga, aðallega kristinna. Sumar kirkjurnar sem seldar voru eru orðnar einkaheimili en aðrar eru núna veitingastaðir. Näsby kirkjan í Kristianstad er ein þeirra. Kirkjunni hefur verið breytt í arabískan veitingastað. Samtímis á sér einnig bygging nýrra kirkja stað eins og til dæmis Viksjö kirkjan í Stokkhólmi í Järfälla sveitarfélaginu. Gamla kirkjan frá áttunda áratugnum var rifin og ný reist í staðinn árið 2005. Hún er ein af 25 nýjum kirkjum innan sænsku kirkjunnar frá árinu 2000.
Bygging sem fólk vill að standi
Í heildina tekið fækkar þó kirkjum í Svíþjóð. Núna eru um 3.400 kirkjur sem eru 100 færri en um aldamótin. Markus Dahlberg segir:
„Almennt má segja, að það sé mikill vilji til að halda kirkjunum lifandi. Kirkjan er bygging sem fólk vill að standi. Menn velta því oft vandanum á undan sér í lengri tíma. Það er endanleg ákvörðun að losa sig við kirkjuna, svo það er skynsamlegt að hugsa málið mjög vel áður.“