Pólska þingkonan Ewa Zajączkowska-Hernik lét Ursulu von der Leyen fá það óþvegið á Evrópuþinginu í vikunni – undir öskurhrópum vinstra liðsins. Reif pólska þingkonan græna samninginn og innflytjendasamninginn fyrir framan augu þingsins og sagði að forseti framkvæmdastjórnar ESB ætti heima í fangelsi í stað þess að vera að eyðileggja Evrópu með Evrópusambandinu.
Eftir endurkjör Úrsúlu von der Leyen sem forseta framkvæmdastjórnarinnar sem er valdníðsla gegn lýðræðinu í Evrópu, þar sem úrslit kosninganna voru mikill sigur fullveldisafla, þá heyrast núna hærri raddir gegn stefnu ESB í grænu umskiptunum og öllum fólksinnflutningi til aðildarríkjanna.
Ofbeldi ólöglegra innflytjenda
Pólska þingkonan Ewa Zajączkowska-Hernik tilheyrir pólska hægri flokknum Ný von og hún var ófeimin að gagnrýna geislabaugsandlit Úrsúlu sem æðsta höfuðs Evrópusambandsins. Ewa sagði og snéri sér beint að Úrsúlu:
„Þú berð ábyrgð á hverri nauðgun, hverri líkamsárás, sérhverjum harmleik sem er af völdum ólöglegra innflytjenda.“
Milljónir kvenna upplifa það sem ógn að fara út á götur í heimalöndum sínum
Ewa Zajączkowska-Hernik ásakaði von der Leyen um að stuðla að umfangsmiklum ólöglegum innflytjendum frá þriðja heiminum og að eyðileggja hagkerfið með nýjum grænum samningi ESB.
„Ég spyr þig, sem kona til konu, sem móðir til móður: Hvernig geturðu gengið um á þess að skammast þín fyrir fólksflutningasamninginn, sem leiðir til þess að milljónir kvenna og barna í Evrópu upplifa ógn á götum heimalanda sinna? Þú átt heima í fangelsi frekar en að vera hjá Evrópusambandinu.“
Reif græna samninginn og fólksflutningasamninginn
Evrópuþingmaðurinn reif einnig afrit af Græna samningnum og fólksflutningasamningnum. Íhaldsmenn klöppuðu fyrir ræðukonunni en hægri men öskruðu af heift yfir því að einhver vogaði sér að anda á hina heilögu Úrsúlu von der Leyen.
Sænska ríkisstjórnin með undantekningu fyrir Svíþjóðardemókrötum héldu varla vatni í hrifningu af endurkjöri Úrsúlu.