1,7 milljónir Afganar reknir frá Pakistan – sendir til Evrópusambandsins

Yfir 60% Pakistana eru yngri en 30 ára samkvæmt Geo News.

Stjórnvöld í Islamabad eru orðin þreytt á Afgönum, sem standa á bak við meirihluta sjálfsmorðssprengjuárása í landinu og skapa margvísleg félagsleg vandamál. Núna á að vísa 1,7 milljónum úr landi. Þýskaland hefur þegar lýst sig reiðubúið til að taka á móti 44.000 þeirra auk fjölskyldna þeirra, skrifar Zeit.

Í fyrri viku lenti leiguflugvél full af Afgönum í Þýskalandi, eftir að pakistönsk stjórnvöld höfðu sent þá úr landi til Evrópusambandsins.

Islamabad tilkynnti í október, að 1,7 milljónir ólöglegir, afganskir innflytjendur yrðu hópreknir úr landi svo hægt væri að halda uppi lögum og reglu í landinu.

Þýskaland á líkt og Svíþjóð í miklum vandræðum með að halda uppi lögum og reglu í landinu eftir að hafa tekið á móti miklum fjölda innflytjenda frá þriðja heiminum. Þýskaland lætur það hins vegar ekki hræða sig og hefur lýst sig reiðubúið að taka á móti „viðkvæmum“ Afgönum á þýskri grund.

Þýska ríkisstjórnin hefur lofað því, að 44.000 Afganar séu velkomnir til Þýskalands, kjósi þeir að flytja þangað. Hópurinn hefur einnig rétt á að taka með fjölskyldur sínar. Á heimasíðu sinni bjóða þýsk yfirvöld Afgönum, sem falla undir þessa áætlun, velkomna til Evrópusambandsins.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa