Nató hermenn frá Tyrklandi á æfingu 2021. (Mynd @ Nató CC 2.0).
Stríðið í Úkraínu heldur áfram að stigmagnast og opinn árekstur á milli Vesturlanda og Rússlands virðist sífellt líklegri. Háttsettur fulltrúi Nató tilkynnir að Nató-ríkin hafi þegar náð og „farið þægilega fram yfir“ markmiðið að setja 300.000 hermenn í viðbragðsstöðu.
AFP-fréttastofan greinir frá því, að þegar eftir inngöngu Rússa í Úkraínu ár 2022, þá samþykktu Nató-ríkin að stórauka þann herafla sem hernaðarbandalagið getur sent á vettvang innan 30 daga. Fulltrúi Nató sagði – eftir að hafa verið tryggð nafnleynd:
„Það boð sem er á borðinu frá bandamönnum fer langt yfir þau 300.000 sem við höfðum ákveðið. Þetta eru hermenn sem bandamenn hafa sagt okkur að séu í viðbragðsstöðu, tiltækir hvenær sem er.“
Aðildarríkjum fyrirlagðar aðgerðir í allsherjar stríði gegn Rússlandi
Uppfærð stefna Nató til að koma í veg fyrir hugsanlega árás Rússa var formlega samþykkt á leiðtogafundi í fyrra. Þar var gert ráð fyrir stórauknum fjölda hermanna sem hægt er að senda með stuttum fyrirvara á vettvang, þegar þörf krefur.
Þar var einnig, í fyrsta skipti síðan á dögum kalda stríðsins, sett fram hvað hverju aðildarríki Nató undir forystu Bandaríkjanna er ætlað að gera í allsherjar stríði gegn Rússlandi.
Að sögn nafnlausa embættismannsins eru yfirmenn Nató nú að tryggja að aðildarríkin hafi bolmagn til að framfylgja þeim áætlunum sem settar eru, ef þörf krefur. Jafnframt viðurkennir hann að bandalagið skorti mjög „mikilvæg vopn“ – til dæmis til loftvarna og einnig langdrægar eldflaugar.