46% rafbílaeigenda í Bandaríkjunum íhuga skipti til baka í eldsneytisbíla

(Mynd © Jakob Härter, CC 2.0)

Könnun viðskiptavina í Bandaríkjunum sýnir að 46% bandarískra rafbílaeigenda íhuga að skipta aftur yfir í útblástursbíla. Tesla eigendur skera sig úr.

Ráðgjafafyrirtækið McKinsey & Company gerði könnun þar sem 30.000 manns svöruðu 200 spurningum.

Niðurstaðan er óvænt að sögn McKinsey. Philipp Kampshoff hjá McKinsey’s „Center for Future Mobility“ segir við „Automotive News.“

„Ég átti ekki von á þessu. Ég hélt að sá sem væri einu sinni orðinn rafbílaeigandi yrði alltaf rafbílaeigandi.“

Könnunin var einnig gerð á alþjóðavettvangi og á heimsvísu íhuga 29% skipti til baka til eldsneytisbíla.

Að sögn ráðgjafarfyrirtækisins eru það yfirleitt innviðir varðandi hleðslustöðvar sem eru stóra vandamálið fyrir rafbílaeigendur. Jafnframt telja rafbílaeigendur að erfitt sé að fara í langar ferðir og að eignarkostnaður sé mikill.

Samtímis og könnun McKinsey sýnir, að 46% bandarískra rafbílaeigenda íhuga að skipta aftur yfir í útblástursbíla, þá eru enn margir sem halda sig við rafbílinn.

Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs keyptu 68% rafbílaeigenda í Bandaríkjunum annan rafbíl skv. markaðsgreiningu byggða á bandarískum skráningargögnum.

Það eru sérstaklega Tesla-eigendur sem halda tryggð við rafbílinn. 77% Tesla eigenda halda áfram að kaupa rafbíl.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa