Hin nýja ríkisstjórn Póllands mætir mikilli andstöðu almennings. Á laugardaginn söfnuðust tugir þúsunda Pólverjar í höfuðborginni Varsjá. Einn ræðumanna kallaði: „Við munum snúa aftur til kristinnar Evrópu!“
Á laugardag söfnuðust tugir þúsunda Pólverja saman fyrir utan stjórnlagadómstólinn í höfuðborginni Varsjá. Miðillinn Niezalezna segir fólk mótmæla ESB-sinnaðri ríkisstjórn Donald Tusks forsætisráðherra, sem takmarkaði hefur margvísleg frelsi og mannréttindi. Ríkisstjórnin hefur m.a. lokað fjölmiðlum og fangelsað fyrrverandi ráðherra. Sérstaklega beindust mótmælin gegn áformum stjórnvalda um að reka þrjá dómara úr stjórnlagadómstólnum.
Frjálsir Pólverjar skipulögðu mótmælin ásamt PiS
„Frjálsir Pólverjar“ skipulögðu mótmælin ásamt fjölda fulltrúa fv. stjórnarflokksins Lög og réttvísa (Prawo i Sprawiedliwosc, PiS). Meðal ræðumanna var formaður flokksins, Jarosław Kaczyński. Að sögn Rafał Bochenek, sem situr á þingi fyrir PiS, tóku allt að 60.000 manns þátt í mótmælunum (sjá X að neðan).
Þegar PiS var við völd í Póllandi var ríkisstjórnin ítrekað sökuð um að „skerða lýðræði og réttindi borgaranna“ umfram allt af talsmönnum ESB. PiS var að losa kerfið við kommúnista sem höfðu setið áfram í stjórnkerfinu eftir fall kommúnismans 1989.
Lýðræði krefst fjölbreyttra fjölmiðla
Þegar ríkisstjórn Tusks lokar fjölmiðlum og fangelsar stjórnmálamenn heyrist ekki múkk frá sömu aðilum og gagnrýndu PiS. Samkvæmt wPolityce sagði Kaczyński í ræðu sinni:
„Í dag er það sama fólkið og nýlega klæddist stjórnarskránni á stuttermabolunum sínum, sem í dag stíga á hana. Þeir brjóta hér stjórnarskrána með því að ráðast á óháða fjölmiðla og breyta með valdi mikilvægum hluta lýðræðisins. Vegna þess að lýðræði krefst fjölbreytni fjölmiðla og að ólíkar skoðanir geti mæst.“
Íhaldsöflin munu sigra
Minnst var á komandi kosningar til Evrópuþingsins í ávörpum ræðumanna. Dominik Tarczyński, sem situr á Evrópuþinginu fyrir PiS, sagði að allt stefni í að fullveldissinnuð, íhaldssöm öfl verði sigurvegarar kosninganna. Tarczyński hrópaði, Samkvæmt wPolityce þá sagði Tarczyński:
„Ég skal segja ykkur það sem enginn í Evrópu segir upphátt, sem kemur greinilega fram í fréttum: Meirihluti íhaldsaflanna mun sigra í kosningunum til Evrópuþingsins og við munum taka völdin í Brussel, við munum snúa aftur til kristinnar Evrópu!“