800 manna sænskur her sendur til Lettlands til að „hræða Rússana“

Forsætisráðherra Svíþjóðar, Ulf Kristersson, tilkynnti á varnarmálaþinginu, að Svíþjóð muni taka þátt með herdeild í fjölþjóðaher Nató undir stjórn Kanadamanna á landamærum Rússlands í Lettlandi.

Kristersson sagði samkvæmt sænska sjónvarpinu:

„Við munum leggja okkar af mörkum til varnar og fælingarmáttar Nató Á síðasta ári tilkynnti ég, að Svíþjóð væri tilbúið að leggja sitt af mörkum með bardagasveitum á jörðu niðri í vörnum Eystrasaltsríkjanna til viðbótar við loftlöggæslu Nató í Eystrasaltsríkjunum og samvinnu um evrópska loftvarnir.“

Samkvæmt upplýsingum til DN mun sænska herdeildin samanstanda af um það bil 800 hermönnum frá Suðurskánsku hersveitinni P 7 í Revinge fyrir utan Lund. Gert er ráð fyrir að hún verði tilbúin til starfa árið 2025.

Sænsk yfirvöld hafa undanfarna daga verið að gera að því skóna, að tíminn nálgist fyrir Svía að berjast fyrir Bandaríkin, eftir að Svíar verða meðlimir í Nató. Bæði Michael Bydén hershöfðingi og almannavarnaráðherrann Carl-Oscar Bohlin senda ákall til Svía um að fara að undirbúa sig fyrir komandi stríð.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa