Sænska ríkisstjórnin vill afnema ríkjandi leynd á milli opinberra stofnana

Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar. (Mynd skjáskot SVT).

Öll yfirvöld verða að geta miðlað upplýsingum sín á milli til að geta nálgast velferðarglæpi á skilvirkari hátt. Það leggur sænska ríkisstjórnin til og lofar að hraða málinu.

Einn stærsti flöskuhálsinn í beitingu ríkisvaldsins gegn glæpahópum og fjármálaglæpum er lögbundin leynd á milli opinberra stofnana sem verið hefur við lýði í Svíþjóð í manna minnum.

Leyndin gagnar glæpamönnunum

Loksins virðist vera kominn pólitískur vilji til að fjarlægja þessa hindrun. Hrikalegur vöxtur glæpahópanna og áhrif þeirra á allt samfélagið ýtir undir þessa þróun. Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar sagði á blaðamannafundi skv. SVT:

„Leynd er hindrun fyrir stjórnvöld til að miðla og fá til sín upplýsingar. Í dag virka leyndarhindranir fyrir glæpamenn en vernda ekki friðhelgi einkalífsins.“

Á að vera auðvelt að gera rétt

Að sögn Gunnars Strömmer dómsmálaráðherra, þá hafa stjórnvöld óskað lengi eftir þessu

„Skilvirk miðlun upplýsinga er forsenda þess að hægt sé að koma í veg fyrir að börn og ungmenni lendi í afbrotum og koma í veg fyrir rangar greiðslur hins opinbera. Það þurfa að vera reglur sem gera þetta mögulegt og það á að vera auðvelt að gera rétt.“

Þótt vilji sé til að hraða málinu, þá tekur kvörnin sinn tíma að mala. Fyrst í ágúst 2024 verður fyrsta tillagan að mikilvægasta hlutanum lögð fram. Lokaskýrslu verður skilað í febrúar 2025. Sérstakur rannsóknarmaður verður Göran Lundahl, lögmaður við Héraðsdóm Gautaborgar.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa