Samsett mynd, t.v. Gustavo Fring/Pexels, th. Iris Frohe skjáskot Facebook.
Norska hjúkrunarkonan Iris Frohe kærði sveitarfélagið þar sem hún starfaði fyrir að sér hafi verið mismunað eftir að hún neitaði að láta bólusetja sig með tilraunabóluefninu gegn covid. Þegar málið var rekið fyrir í héraðsdómi, þá tapaði hún gegn vinnuveitanda sínum. Hún áfrýjaði dómnum sem verður tekið fyrir hjá áfrýjunardómstólnum síðar í mániðunum. Frohe telur að málið sé mjög mikilvægt og ekki einungis hennar vegna.
Í kórónukreppunni hafnaði Iris Frohe bólusetningu gegn Covid, vegna þess að hún taldi bóluefnið óprófað og á tilraunastigi. Þar sem hún var eini starfsmaðurinn sem ekki lét sprauta sig, þá þurfti hún að fara reglulega í Covid-próf. Hún var jafnframt sú eina sem þurfti að vera með munnhlíf í vinnunni.
Sveitarfélagið fylgdi ekki lögum
Þegar slíkar eftirlitsráðstafanir eru gerðar, þá ber atvinnurekendum skylda að ræða þær við fulltrúa starfsmanna til að fá yfirsýn yfir áhrif, tímalengd og afleiðingar aðgerðarinnar sem síðan skal skrá. Íris óskaði eftir þessu við vinnuveitendur sína nokkrum sinnum en fékk það aldrei. Að lokum var henni sagt upp störfum vegna þess að hún kaus að fara ekki eftir skipun vinnuveitandans. Iris segir við norska heilbrigðismiðilinn Hemali:
„Sveitarfélagið Hamar tók upp smitvarnaráðstafanir án skriflegrar bókunar og nauðsynlegrar áhættugreiningar eða mats í samræmi við § 9.2 í AML. Það kom ekki einu sinni fram í dómnum.“
Í kjölfarið kaus Iris, ásamt lögfræðingi sínum Barbro Paulsen, að stefna norska sveitarfélaginu Hamar, þar sem Iris var starfandi, þar hún taldi að ákvörðun sveitarfélagsins fæli í sér mismunun. Málið var tekið fyrir í héraðsdómi í febrúar í ár þar sem Íris tapaði.
Margir skilja ekki að þetta hafi gerst í Noregi
Telur Íris að dómurinn hafi ekki verið í „jafnvægi“ og að kröfur hennar um svör um hvers vegna henni hafi verið mismunað voru taldar óviðkomandi. Þá bar henni að greiða málskostnað sveitarfélagsins. Hún segir:
„Vegna þess að dómurinn var ekki í jafnvægi, þá var eins og mín hlið heyrðist varla í réttarsalnum. Kröfur mínar um svar á grundvelli mismunar gagnvart mér sem óbólusettum einstaklingi voru ekki nefndar eða taldar óviðkomandi.“
Íris fengið mikinn stuðning frá einstaklingum og samtökum. Hún segist vaxa ásmegin, vegna þess þetta mál sé mikilvægt einnig fyrir aðra:
„Margir átta sig ekki á því að þetta gerðist í Noregi og að þetta hafði áhrif á marga. Ég sæki líka styrk í frábært net góðra stuðningsmanna, vina og vandamanna sem hafa sömu sannfæringu um að málið sé mikilvægt.“
Málið verður tekið fyrir í norska áfrýjunardómstólnum 26. og 27. október.