Við erum á barmi allsherjarstríðs

Átökin milli Ísraels og Palestínu geta alfarið farið úr böndunum. „Allsherjarstríð“ er framundan ef Ísrael fer með landherinn inn í Gaza. Það segir Douglas MacGregor ofursti í bandaríska hernum í viðtali við Napolitano dómara. Og Ísrael mun ekki vinna það stríð, fullyrðir hann. Sjá myndskeið að neðan.

Heimurinn er á barmi allsherjarstríðs vegna atburðarrásarinnar í Ísrael og Gaza. Þannig greinir hernaðarsérfræðingurinn Douglas MacGregor ástandið. Hann er sammála því ,að margir virðast ekki skilja hversu mikið heimurinn hefur breyst frá síðasta stóra stríði Ísraels ár 1973. MacGregor segir:

„Að þessu sinni er staðan allt öðru vísi. Í fyrsta lagi hafa vopnin breyst. Gríðarlegt vopnabúr flugskeyta og eldflauga er á svæðinu.“

Væri heimskulegt af Ísrael að fara með landher inn í Gaza

Á sama tíma er svæðið orðið þreytt á aðgerðum Ísraela og einnig Vesturlanda bendir hann á. MacGregor telur það bæði heimskulegt og og myndi krefjast mikilla mannfórna ef Ísraelsmenn færu með landherinn inn í Gaza:

„Þetta þýðir, að við erum á þröskuldi allsherjarstríðs. Það er það sem enginn virðist skilja. Fari Ísraelar inn á Gaza, sem yrði afar dýrt fyrir þá, munu þeir ekki aðeins fórna hermönnum heldur einnig mistakast að gera út af við þá þúsundi Hamas-manna sem þar eru.“

Allsherjarstríð á svæðinu er óvinnandi fyrir Ísrael jafnvel með aðstoð Bandaríkjamanna

Það yrði neistinn sem myndi kveikja stríðsbálið á öllu svæðinu eins og Bandaríkjamenn óttast að myndi gerast. Douglas MacGregor heldur áfram:

„Aðrir á svæðinu eru reiðubúnir að fara í stríð og það eru fleiri en Íran. Tyrkland er öðruvísi. Tyrkir eiga ólánsama sögu með Ísraelsmönnum. Fyrir nokkrum árum reyndu Tyrkir að veita Gaza mannúðaraðstoð. Ísraelsmenn fóru um borð í skipið og drápu nokkra landsmenn þeirra. Það ræktaði ekki mikinn stuðning eða vináttu við Tyrkland.“

„Tyrkir eru með stærsta flugher og her á svæðinu. Þeir geta virkjað tvær milljónir hermanna á rúmum mánuði. Tyrkir eru harðir bardagamenn. Það er dauðadómur fyrir Ísrael að hefja þessa árás á Gaza. Það sem ég er að lýsa, er óvinnandi bardagi. Jafnvel bandaríski flugherinn myndi ekki duga til og við höfum heldur ekki nógu marga hermenn á landi.“

Heyra má viðtal dómara Napolitano við MacGregor á myndskeiðinu hér að neðan og þar fyrir neðan er athugasemd Mike Flynn hershöfðingja sem er sammála skilgreiningu MacGregors og segir hana trúverðuga.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa