Eftir að Pólland féll fyrir sírenusöng glóbalismans og Donald Tusk, fyrrverandi forsætisráðherra frjálslynda, mun snúa aftur til valda, þá verður Ungverjaland næsta skotmark Evrópusambandsins.
Viktor Orbán forsætisráðherra hóf herferð fyrir kosningarnar til ESB-þingsins á næsta ári með því að gagnrýna ófrávíkjanlega forræðishyggju ESB. Hann ber það saman við annað „samband“ fortíðarinnar: Sovétríkin.
Dönsum ekki þótt Brussel flauti
The Guardian greinir frá: Í ræðu í Veszprém gerði Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, grín að lögum ESB gegn Ungverjalandi og kallaði Brussel lélega skopstælingu:
„Sem betur fer er Brussel ekki Moskva – Moskvu var harmleikur, Brussel er bara léleg skopstæling samtímans. Við þurftum að dansa þegar Moskva flautaði. Jafnvel þótt Brussel flauti, þá dönsum við bara eins og við viljum og ef við viljum það ekki, þá dönsum við ekki.“
Óttast að Ungverjaland gangi úr ESB
En þótt Sovétríkin væru vonlaus, þá er ESB það ekki, sagði forsætisráðherrann og benti á kosningar til ESB-þingsins á næsta ári: „Það var engin leið að hafa áhrif á Moskvu en það má hins vegar reyna það við Brussel og Evrópusambandið.“
Orbán bætti á gagnrýni sína á leiðtoga sambandsins eftir 13 ára valdatíma í stöðugri baráttu gegn glóbalistastefnu ESB í málum eins og LGBT og fólksflutningum. Hann herti einnig eftirlit ríkisins með frjálsum félagasamtökum, fræðimönnum, dómstólum og fjölmiðlum, til að forðast innblöndun frjálslyndra. Frjálslyndir söfnuðust saman í Búdapest til að mótmæla stefnu Orbáns. Sumir óttast, að Ungverjaland gæti alfarið yfirgefið ESB alfarið en forsætisráðherrann hefur ítrekað vísað slíkum möguleika á bug.
Harmleikur í byrjun – komedía síðar
Reuters greinir frá: ESB hefur stöðvað greiðslur á milljörðum evra til Ungverjalands vegna áhyggju um réttarríkið. Það vinnur gegn viðleitni þjóðarleiðtogans til að koma efnahagnum út úr lengsta samdrætti frá því að nútímamælingar hófust. Orban sagði við stuðningsmenn í ræðu í tilefni afmælis misheppnaðrar uppreisnar Ungverjalands árið 1956 gegn Sovétstjórninni:
„Stundum endurtekur sagan sig. Sem betur fer, þá er það sem í fyrstu var harmleikur, í besta falli orðin að gamanleik í seinna skiptið.“