Saklausir Svíar verða sífellt í ríkari mæli fyrir barðinu á glæpahópunum í Svíþjóð. Fólk er tekið og skotið í misgripum. Dugir stundum að bera sama eftirnafn og sá sem á að drepa til að verða skotinn. Nýjasta dæmið var s.l. föstudagskvöld, þegar vopnaðir glæpamenn réðust inn í einbýlishús í Täby í norðurhluta Stór-Stokkhólms. Glæpamennirnir bundu fjölskylduna en uppgötvuðu, að þeir hefðu tekið „ranga“ fjölskyldu í gíslingu. Gengið rændi fjölskylduna og hvarf síðan á brott.
Af upplýsingum til Aftonbladet virðist sem grímuklæddur hópur hafi ráðist inn í húsið og haldið fjölskyldunni – bæði fullorðnum og börnum – í gíslingu í nokkrar klukkustundir.
Fjölskyldan var bundin á heimili sínu. Samkvæmt heimildarmanni Aftonbladet mun glæpahópurinn hafa ruglað húsnúmerum og tekið „ranga“ fjölskyldu í gíslingu. Skotmark glæpahópsins býr á nálægu heimilisfangi. Þegar glæpahrottarnir áttaði sig á mistökunum, þá rændu þeir fjölskylduna og yfirgáfu staðinn. Sem betur fer. Fólkið var ekki myrt í þetta sinn.
Grínuðust með dómskerfið
Fjölskyldan sagði lögreglunni frá því, að glæpahópurinn hafi hæðst að dómskerfinu vegna þeirra refsinga sem þeir ættu á hættu. Heimildarmaður Aftonbladet segir:
„Glæpamennirnir töluðu um, að þeim væri borgað fyrir að fremja ódæðið og að þeir ættu aðeins á hættu að fá ungmennagæslu, ef þeir yrðu gripnir. Þeir grínuðust og hlógu að dómskerfinu.“
Lögreglan fór á staðinn og rannsakaði bústaðinn en hefur enn ekki handtekið neinn eftir ódæðið.