Sænska læknaákallið: ENGINN hefði átt að vera bólusettur með mRNA

Engin manneskja á þessari plánetu hefði átt að vera sprautuð með „Covid bóluefninu.“ Það skrifar sænski læknahópurinn sem er að baki „Læknaákallinu“ í færslu á X-inu (sjá að neðan).

Sænska læknaákallið segir, að enginn hefði átt að taka sprautu með hinu svo kallaða bóluefni gegn Covid. Vísað er til færslu sem hinn frægi hjartalæknir Peter McCullough birti á X.

McCullough bendir á rannsóknir sem að hans sögn „sýna beinar eiturverkanir mRNA á hjartað.“ Samkvæmt hjartalækninum þýðir það, að öll mRNA bóluefni séu hættuleg hjartanu og „þurfa öll forklínískar öryggisprófanir áður en fólk tekur þau.“

Læknaákallið skrifar í sérstakri færslu:

„Peter McCullough vísar í fleiri rannsóknir sem sýna, að öll mRNA bóluefni eru hættuleg hjartanu. Niðurstaða hans er sú, að þyrft hefði að rannsaka öll bóluefnin betur, áður en þau voru gefin mönnum. Með öðrum orðum: ekki ein einasta manneskja á plánetunni okkar hefði átt að taka sprautu með Covid bóluefninu. Enginn!“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa