Trump gengur inn í Madison Square leikvanginn í New York með Dana White forstjóra bardagasambandsins UFC og blaðamanninum Tucker Carlson. Trump forseti gekk inn við hlið Dana White forstjóra UFC, Tucker Carlson, Kid Rock og Donald Trump.Jr. Fólk fagnaði ákaft þegar Trump birtist á leikvanginum.
Trump og Tucker mættu til að horfa á fyrrum UFC léttþungavigtarmeistarann Jirí Procházka glíma við Alex Pereira um meistaratitil UFC í léttþungavigt. Aðeins nokkrum mínútum eftir að Trump og Tucker sáust á saman á leikvanginunum gengu sögur fjöllum hærra á samfélagsmiðlum, að Tucker yrði varaforsetaefni Trumps.
Donald Trump forseti sagði í útvarpsviðtali við Clay Travis og Buck Sexton, að hann myndi íhuga að velja Tucker sem varaforsetaefni sitt. Hann gaf einnig nokkrar áhugaverðar ástæður fyrir því, að Carlson yrði fyrir valinu. Hann benti meðal annars á, að viðtal hans við Tucker í fyrstu kappræðunum um forsetakosningarnar í GOP fékk met áhorf, 300 milljónir, sem var miklu meira en áhorf Oprah Winfrey við Michael Jacson sem 125 milljónir manns horfðu á. Þegar Trump fékk spurninguna, hvort hann myndi hafa Tucker Carlson með á varaforsetalistanum, þá svaraði Trump:
„Tucker vildi taka viðtal í fyrstu kappræðunum og við slógum sögulegt met. Ég held að áhorf hafi farið yfir þrjú hundruð milljón manns…Mér líkar MJÖG vel við Tucker. Ég býst við að ég myndi gera það, ég held að ég segi að ég geri það. Hann er mjög skynsamur. Þú veist, þegar þeir segja að við séum íhaldssamir eða ég sé íhaldssamur. Það er ekki það að við séum íhaldssamir, við erum skynsamir. Við viljum hafa örugg landamæri, við viljum hafa vegg vegna þess að veggir virka.“
Hlýða má á Trump ræða möguleikann á Tucker Carlson sem varaforsetaefni hér að neðan: