Ekkert stöðvar óseðjandi valdafíkn sósíalista og glóbalistanna. Eftir að Pedro Sanchez og sósíalistaflokki hans hafði gengið illa í síðustu kosningum, þá reyndu þeir „uppfinningaríkar“ leiðir til að ná meirihluta og halda völdum. Liðsaukann fundu þeir óvænt á bak við lás og slá.
Helstu fjölmiðlar munu segja, að starfandi forsætisráðherra Spánar, Pedro Sanchez, sé á leiðinni í annað kjörtímabil í embætti. Þeir munu einnig þegja yfir viðbrögðum almennings. En svona er ástandið eins og sjá má á myndskeiðum: Óeirðir á Spáni undanfarna daga.
Sanchez tryggði sér stuðning tveggja svæðisbundinna flokka til viðbótar, þrátt fyrir útbreidda reiði og óeirðir vegna loforðs hans um „sakaruppgjöf“ katalónskra aðskilnaðarsinna. Reuters greindi frá. Felix Bolanos, starfandi samskiptaráðherra þingsins, sagði í viðtali við SER útvarpsstöðina:
„Okkur hefur tekist að tryggja meirihluta sem mun gera það kleift að fá Pedro Sanchez til starfa.“
Flóknari samningur var tryggður á fimmtudaginn við Junts. Hann felur í sér samþykkt á umdeildum lögum sem veita sakfelldum sakaruppgjöf vegna tilraunar Katalóníu til að segja sig frá Spáni árið 2017. Bolanos segir:
„En við við stöndum langt hver frá öðrum en samningurinn gerir það að verkum, að við gerum okkar besta til að skilja hvert annað. Spánn og Katalónía eiga það skilið.“
Skoðanakannanir sýna, að Spánverjar hafna sakaruppgjöfinni – meira að segja innan raða Sósíalistaflokksins. Allt að 70% Spánverja – þar á meðal 59% stuðningsmanna sósíalista – eru sagðir vera á móti sakaruppgjöf.
Eftir tapið í kosningunum 23. júlí þá gaf Sósíalistaflokkur Sanchez sér góðan tíma í að ná samkomulagi við smærri flokka eins og vinstri flokkinn Sumar og katalónska, galisíska og baskneska þjóðernisflokka, sem flestir studdu Sanchez fyrir fyrra kjörtímabilið snemma árs 2020. Með Junts og PNV og innlendum og svæðisbundnum vinstriflokkum nær Sanchez hreinum meirihluta: 178 af 350 þingmönnum.
Það sem er einna mest gagnrýnt varðandi fyrirhugaða sakaruppgjöf er, að leiðtogum aðskilnaðarsinna í Katalóníu eins og Carles Puigdemont verður leift að bjóða sig fram aftur. Hann flúði skömmu eftir einhliða sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu.
Íhaldsmenn leggjast gegn brögðum Sanchez fyrir eigin pólitíska ávinning. Spænskir dómarar segja, að sakaruppgjöf sé „brot á meginreglum stjórnarskrárbundins eftirlits og jafnvægis.“ Samkvæmt dagblaðinu El Mundo tilkynnti lögregluhópurinn APROGC, að lögreglan væri tilbúin að „úthella hverjum einasta blóðdropa sem þyrfti til að verja fullveldi og sjálfstæði Spánar.“ Í kjölfarið fyrirskipaði innanríkisráðuneytið rannsókn á því, hvort lögregluhópurinn hafi brotið gegn hlutleysisreglu lögreglunnar.
Lögreglan skaut gúmmíkúlum á mótmælendur, tugir manna voru handteknir og nokkrir lögreglumenn særðust lítils háttar, þegar lögreglumenn reyndu að brjóta sundra mótmælendum. Ólgan hefur breiðst út til Brussel, höfuðstöðva Evrópusambandsins.
Politico greinir frá: Unnin voru spjöll á höfuðstöðvum spænska sósíalíska verkamannaflokksins (PSOE) í Brussel nokkrum klukkustundum eftir að flokksleiðtoginn Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, undirritaði umdeildan samning um myndun ríkisstjórnar með stuðningi katalónskra aðskilnaðarsinna. Orð eins og „svikarar“ voru málið á bygginguna samkvæmt myndum sem PSOE birti. Flokkurinn fordæmdi veggjamálunina sem „viðbjóðslega árás“ og skrifaði á X:
„Þetta skemmdarverk … er árás á lýðræði og þau stjórnarskrárgildi sem flokkur okkar með meira en 140 ára sögu, stendur fyrir.“