Athugasemdir sænsku kirkjunnar á samfélagsmiðlum nýlega hafa vakið töluverða athygli í Svíþjóð. Eftir rétttrúnaðaryfirlýsingu um transfólk fór umræðan í gang sem endaði á því, að kirkjan varði barnaníðinga.
Stjórnmálin ráða för sænsku kirkjunnar og þar er vinstra fólk, sósíalistar og kratar, tóngefandi. Rétttrúnaðurinn er hafinn til skýja og nafn frelsarans notað til að réttlæta hvað sem er. Eftir athugasemdir kirkjunnar um transfólk brugðust margir við og draga vegferð kirkjunnar í efa. Sænska kirkjan er á undarlegum vegi í vinstri átt. Ekki að undra, að sífellt fleiri meðlimir yfirgefa kirkjuna.
Kynin eru jafnmörg og „Guð óskar sér“
Sem svar við spurningunni hversu mörg kynin eru svarar kirkjan:
„Jafn mörg og Guð óskar sér.“
Í orðaskiptunum heldur sænska kirkjan því fram að verkefni þeirra sé að „elska og vernda það sem Guð skapar“ og „Guð skapar það sem hann óskar sér.“s Mikael Gelin spyr þá, hvort fólk eigi að virða „ofbeldi, nauðganir, barnaníð, einelti og sjúkdóma“. Kirkjan svarar því til, að hún styðji ekki ofbeldi en „verji sköpun Guðs.“
„Guð elskar barnaníðinga“
Mikael spyr þá, hvort barnaníðingar séu þar á meðal. Kirkjan svaraði á eftirfarandi hátt:
„Guð elskar barnaníðinga eins og alla aðra. Guð elskar syndarann en hatar syndina. Guð gerir engan mannamun.“