Ítalska þingið bannar „kjöt“ framleitt á rannsóknarstofum

Landbúnaðarráðherra Ítalíu Francesco Lollobrigida (mynd Ivan Radic CC 2.0/Lollobrigida FB).

Ítalía er fyrsta landið í heiminum sem bannar ræktað „kjöt“ á rannsóknarstofu. Málið hefur skapað mikla umræðu í landinu og bannið fór í gegn með miklum meirihluta á þinginu.

Í vor samþykkti ítalska ríkisstjórnin nýtt frumvarp sem felur í sér að ekki má framleiða eða selja kjöt sem er ræktað á rannsóknarstofum í landinu. Staðið er með ítölskum bændum og landbúnaði og einnig til verndar matvælaiðnaðinum og bjóða aðeins upp á alvöru kjöt. Landbúnaðarráðherrann, Francesco Lollobrigida, hefur frá upphafi lagst gegn notkun á kjöti sem ræktað er á rannsóknarstofum og bent á, að slíkar afurðir ógni hefðbundnum matvælum og landbúnaði.

Ítalska þingið samþykkti bannið með 159 atkvæðum gegn 53

Umræðan um frumvarpið hefur verið mikil á Ítalíu og í síðustu viku söfnuðust mótmælendur saman fyrir utan þingið til að láta í sér heyra vegna atkvæðagreiðslunnar. Gagnrýnendur halda því meðal annars fram, að það sé enginn tilbúningur við kjöt ræktað á rannsóknarstofum, þar sem það sé búið til með því að rækta náttúrulegar frumur án erfðabreytinga. Ettore Prandini, yfirmaður stóru landbúnaðarsamtakanna Coldiretti, deildi við tvo þingmenn stjórnarandstöðuflokksins More Europe og kallaði þá „glæpamenn“ fyrir að vera á móti banni við ræktuðu kjöti á rannsóknarstofum. Mótmælendur voru með spjöld sem fordæmdu kjöt framleitt á rannsóknarstofum sem „óvísindalegt og and-ítalskt.“ Benedetto Della Vedova, einn þingmannanna, sagði Prandini vera „brjálæðing.“

„Við verndum matinn okkar“

Lollobrigida hrósaði þingmönnum fyrir stuðning þeirra við nýju lögin og telur að nýju lögin muni vernda ítalska ríkisborgara. Lollobrigida sagði samkvæmt BBC:

„Við verndum matinn okkar, matvælakerfið okkar, með því að viðhalda tengingu á milli matar, lands og mannlegrar vinnu sem við höfum haft í árþúsundi. Ítalía er fyrsta landið í heiminum sem er öruggt fyrir félagslegri og efnahagslegri áhættu af tilbúnum matvælum.“

Einungis leyft í Bandaríkjunum og Singapúr

Lögin banna sérstaklega tilbúin matvæli sem eru unnin úr dýrafrumum án þess að dýrinu sé slátrað. Einnig er verið að koma í veg fyrir, að matvælaframleiðendur geti notað kjöttengd orð á merkimiða til að lýsa próteini úr jurtaríkinu. Brot á lögunum varða sektum allt að 60.000 evrum (9 257 384 íslenskar krónur).

Þegar þetta er skrifað er kjöt ræktað á rannsóknarstofum einungis leyft í Bandaríkjunum og Singapúr, en búist er við að það verði samþykkt af ESB. Í Svíþjóð hefur matvælabúðasamsteypan ICA hafið samstarf við nýstofnað sænskt fyrirtæki sem framleiðir tilraunakjöt. Meðal annars á að búa til kjöthakk úr „kjötinu“ sem framleitt er á rannsóknarstofum.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa