Tucker Carlson, blaðamaður skilgreinir hina nýju illmennsku sem tröllríður heiminum um þessar mundir. Mynd © Gage Skidmore (CC 2.0)
Að sögn blaðamannsins Tucker Carlson þá hefur heimurinn á undanförnum árum reynst eitthvað sem margir skildu ekki áður. Það sem hefur komið í ljós er eitthvað mjög dökkt.
Það er eitthvað mjög dimmt í gangi í heiminum í dag. Opinbera frásögnin, spurning eftir spurningu, er röng. Lygin ræður. Sannleikurinn má ekki koma í ljós, því okkur er stjórnað af valdaelítu sem „hatar sannleikann.“
Fjallar ekki um vinstri eða hægri
Blaðamaðurinn Tucker Carlson fjallar um málið í hlaðvarpi Roseanne Barr. Carlson segir:
„Þetta snýst ekki um vinstrimenn gegn hægrimönnum. Fólk segir oft, að þetta snúist um peninga. Já, peningar gegna miklu hlutverki. En það er dýpra en það. Þetta er lygi lyginnar vegna. Þetta er dýrkun á óheiðarleika. Þetta er hatur á sannleikanum. Af hverju hatar maður sannleikann?“
Það sem gerist núna er öðruvísi
„Það sem er í gangi er afskaplega djúpt. Ég hef eytt öllu lífi mínu í kringum stjórnmálamenn. Ég hef séð ákvarðanir teknar, ég hef tekið viðtöl við valdamenn. En það sem er að gerast núna er öðruvísi. Svo ólíkt að það er ekki einu sinni í sama flokki. Fólk er sært aðeins til þess að meiða það. Það er logið lyginnar vegna. Þeir hata sannleikann.“
Skugginn fellur á söguna
Það er nánast sama um hvað málið snýst, að sögn Tucker. Þú getur ekki sagt sannleikann lengur. Tökum söguna til dæmis. Maður má ekki segja sannleikann um söguna.
„Þeir hata sannleikann vegna þess að hann er sannur. Það eru engin hagnaðarsjónarmið sem knýja hann áfram.“
Ekki hægt að útskýra það sem við sjáum núna
Tucker er spurður hvort hann telji að þetta snúist um eitthvað „satanískt.“ Hann vísar til sikileysku mafíunnar sem stundar glæpastarfsemi í gróðaskyni:
„Eitthvað sem er ekki satanískt er sikileyska mafían. Þetta eru viðskipti, það bitnar á fólki, það er slæmt, það er ólöglegt. En það er skiljanlegt. Ég get skilið það. En það sem við sjáum núna er ekki hægt að útskýra. Af hverju ætti milljarðamæringur… Ef þú átt milljarð dollara geturðu ekki eytt honum öllu. Þannig að þetta er miklu dýpra. Af hverju hatar þú hluti sem eru sannir, sem hafa ekki áhrif á þig?“
Aðalsmerki myrkursins
Valdaelítan þolir ekki að heyra neinn hlutlægan sannleika bendir Tucker á. Hann spyr:
„Hvað er það?! Að hata sannleikann er aðalsmerki myrkursins. Heimurinn hefur orðið fyrir áhrifum af eyðileggingaranda. Þetta snýst ekki lengur um peninga. Þetta er eitthvað annað. Eitthvað dýpra.“
Sjá má stuttan hljóðbút úr viðtalinu á X hér að neðan og viðtalið í heild sinni þar fyrir neðan: