Nýr refsiskattur ESB: „Misflokkunargjald“ fyrir að fleygja matarafgöngum með venjulegu rusli

Á næsta ári verður fólk sektað ef það fleygir óvart matarafgöngum með venjulegu rusli. Frá þessu greinir sænska ríkisútvarpið P4, sem kynnti sér málið í Jönköping í Svíþjóð. Evrópusambandið hefur ákveðið að kenna verði fólki að „sortera rétt.“ Verður það gert með nýju refsigjaldi, ef fólk gleymir sér og sorterar rangt eða skefur ekki nægjanlega vel matarleifar úr umbúðum.

Sænsk stjórnvöld hafa sett nýjar reglur um matarleifar í sorpi samkvæmt nýrri tilskipun ESB. Umbúðir verða framvegis að vera aðskildar frá innihaldinu segir sænska ríkisútvarpið. Fullyrt er að með þessu verði minna af umbúðum brennt með matarleifum og meira af plasti verði endurunnið.

Nýja kerfið sem að sjálfsögðu er bæði sjálf-, hald- og frábært samkvæmt þrifnum sótthreinsuðum búrókrötum í Brussel á að vera tekið endanlega í notkun fyrir ár 2027. Dugnaðarforkarnir í Jönköping taka það hins vegar þegar upp á næsta ári. Sá sem heldur áfram að henda matarleifum með venjulegu ruslir „verður því að taka fram veskið sitt og greiða misflokkunargjald.“

Á samfélagsmiðlum ríkir engin sérstök hrifning yfir nýja skattinum. Einn notandi á X skrifar:

„Af hverju lendum við í Svíþjóð af þessum tilbúningi?? Við erum meðal þeirra bestu í heimi í að flokka og henda sorpi og flytjum jafnvel inn sorp frá öðrum löndum til brennslu! Samt á að refsa’ okkur?!”

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa