Bandaríkin og Bretland varpa sprengjum á Jemen

Bretar og Bandaríkjamenn hafa hafið loftárásir á Houthi-hreyfinguna í Jemen, sem er studd af Íran. Þetta gæti verið upphafið að stigmögnun á yfirstandandi deilu Ísraela og Palestínumanna.

Ráðist hefur verið á fjölda skotmarka í Jemen aðfaranótt föstudags með sprengjum frá herskipum og herflugvélum. Tilkynnt hefur verið um sprengingar í Sanaa, Saada, Hodeidah, Zabid og Dhamar.

Forsaga sprengjuherferðarinnar er sú að uppreisnarmenn Houthi – sem njóta stuðnings Írans – styðja Palestínumenn í yfirstandandi stríði í Ísrael. Hreyfingin hefur truflað umferð um Rauðahafið með því að ráðast á flutningaskip á leið til Ísraels.

Ástralíu, Barein, Kanada og Holland styðja árásir Bandaríkjanna og Bretlands. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna segir:

„Ég mun ekki hika við að grípa til frekari ráðstafana til að vernda fólkið okkar og frjálst flæði alþjóðaviðskipta.“

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, segir að „árásirnar vera nauðsynlegar og hlutfallslegar“ og að Bretar „muni alltaf standa fyrir ferða- og viðskiptafrelsi.“

Hútí-uppreisnarmenn lofa að svara sprengingunum af krafti. Hussein Al-Ezzi, aðstoðarutanríkisráðherra Houthi-stjórnarinnar segir:

„Bandaríkin og Stóra-Bretland verða að búa sig undir að borga með dýru verði og svara fyrir allar örlagaríkar afleiðingar þessa grófa yfirgangs.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa