Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO, þá fjölgar kórónaveiran sérf aftur núna með þúsundum nýrra dauðsfalla á mánuði á heimsvísu. Sænsk yfirvöld eru á byrjunarreit í undirbúningi að koma aftur á takmörkunum fyrir almenning, þar á meðal lögskipuðum heilsupassa.
Samkvæmt Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóra WHO, dóu 10.000 manns úr eða með covid í desember, en sjúkrahúsinnlögnum tengdum Covid fjölgaði um yfir 40% í yfir 50 löndum aðallega í Evrópu og Bandaríkjunum. Ástandið getur víða verið svipað en öll lönd birta ekki slíkar tölur. Ghebreyesus segir:
„Þrátt fyrir að 10.000 dauðsföll á mánuði séu mun færri en þegar heimsfaraldurinn var í hámarki, þá er þetta stig dauðsfalla sem hægt er að koma í veg fyrir ekki ásættanlegt.“
Stökkbreytingar og jólahald sögð ástæðan
Ein kenningin er sú að aukningin sé tilkomin vegna nýrrar stökkbreytingu á covid veirunni og svo einnig hversu margir hittast og umgangast á jólunum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvetur nú yfirvöld í öllum löndum til að herða eftirlit og reglur, virkja viðbúnað sjúkrahúsa og fjölga bólusetningum.
Yfirvöld Svíþjóðar bregðast við því kalli, þar á meðal heilbrigðisyfirvöld sem ber ábyrgð á útgáfu rafrænna Covid vegabréfa. Svíar eru núna enn á ný beðnir um að ganga úr skugga um að þeir hafi þessi sönnunargögn/vegabréf tilbúin fyrir væntanlegar ferðatakmarkanir að nýju.
Rykið dustað af Covid pössunum
Um 6 milljónir Svía eru sagðir hafa eignast einn slíkan passa eftir að covidbevis.se þjónustan var stofnuð í byrjun júlí 2021. Henni var lokað tveimur árum síðar í lok júní 2023. Kerfið var síðan sett í biðstöðu til 20. desember þegar það var tekið algjörlega úr notkun. En núna er meiningin að setja allt í gang aftur og fólk beðið um að dusta rykið af gömlu Covid-pössunum sínum. Ef útbreiðsla Covid fer aftur á það stig, að hægt verði að flokka hana sem nýjan heimsfaraldur, þá fer allt í gang aftur, alls konar takmarkanir og krafa um að sýna Covid-skilríki til að fá að ferðast..
Skrá yfir alla bólusetta og óbólusetta
Heilbrigðisyfirvöld fyrir rafræn skilríki vilja líka sjá „hágæða“ skrá yfir alla sem hafa verið bólusettir og syndara sem ekki hafa tekið sprautuna. Slík bólusetningaskrá er talin vera forsenda þess, að líkanið með stafrænum vottorðum virki.
Talið er að hægt sé að gera þetta með innlenda lyfjalistanum, þar sem allir Svíar sem hafa keypt skráð lyf finnast. Samkvæmt nýrri tilskipun frá félagsmálaráðuneytinu má breyta lyfjalistanum til að einnig skrá hverjir eru bólusettir og hverjir ekki.