Allt að þrjú hundruð þúsund manns komu saman síðdegis á fimmtudag fyrir utan þing Póllands til að mótmæla vinstri samsteypustjórn Donald Tusk. Mótmælendur lýstu yfir vanþóknun sinni á yfirtöku ríkisstjórnarinnar á ríkisfjölmiðlum og kröfðust þess að fv. ráðherrarnir tveir, sem nýlega voru fangelsaðir, verði látnir lausir.
Að sögn skipuleggjenda mótmæla frjálsra Pólverja tóku allt að þrjú hundruð þúsund manns þátt og margir þeirra komu einnig frá öðrum pólskum borgum í kjölfar ákalls frá stjórnarandstöðuflokknum Lög og réttlæti. Fólki hrópaði frelsisslagorð og gagnrýndi forsætisráðherrann, Donald Tusk, sem áður var forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins á árunum 2014-2019. Á sumum borðum var skrifað á ensku – „German money – Russian methods“ – sem vísar til þess hvernig nýja ríkisstjórnin hefur brotið gildandi lög með framkomu sinni við blaðamenn hjá ríkisfjölmiðlunum.
Saka ESB um að vilja eyðileggja Pólland
Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins Lög og réttvísa, hélt ræðu fyrir utan þinghúsið, þar sem hann útskýrði hvað vakir fyrir Donald Tusk:
„Þetta snýst um að eyðileggja heimalandið okkar, það er einmitt það sem ESB vill gera. Við missum þá öll völd, einnig yfir utanríkisstefnunni. Við verðum að búsetusvæði fyrir Pólverja. Að auki er áætlunin að ræna Pólland og Pólverja, því upptaka evrunnar þýðir að Pólverjar eru alfarið efnahagslega háðir Þýskalandi.“
Kaczynski fullvissaði mannfjöldann um að:
„Mótmælin í dag eru upphafið að langri og erfiðri fullveldisbaráttu um Pólland, sem mun halda áfram á friðsælan og farsælan hátt og fá lýðræðislegan endi í kjörklefanum.“
Við áttum að brosa en Pólland er núna fullt af hatri
Fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Mateusz Morawiecki, ávarpaði kjósendur núverandi ríkisstjórnarflokka:
„Það átti að verða lýðræði og frelsi en í staðinn var það tækniræði. Pólverjar áttu að verða vingjarnlegri hver við annan og fólk myndi brosa en núna er Pólland fullt af hatri. Það átti að vera Evrópa en núna er það Hvíta-Rússland.“
Eftir nokkrar aðrar ræður á staðnum gengu borgarbúar í átt að stjórnarráðinu, þar sem mótmælin enduðu.
Forsetinn náðar fangelsaða stjórnmálamenn
Andrzej Duda, forseti Póllands,hitti eiginkonur tveggja fyrrverandi ráðherra þá Mariusz Kaminski og Maciej Wasik, sem voru handteknir í árás lögreglunnar á forsetahöllina fyrr í vikunni. Þegar Tusk komst til valda hraðaði hann kæru gegnum kerfið á þá tvo fyrir sömu sök og Duda forseti hafði náðað þá ár 2015. Hæstiréttur Póllands ógilti náðun forsetans í desember s.l. Mariusz Kaminski og Maciej Wasik voru yfirmenn spillingarnefndar sem rannsakaði spillingu innan kerfisins. Lögreglan stormaði forsetahöllina og handtók þá síðustu helgi og setti í fangelsi. Kaminski og Wasik hafa hafið hungurverkfall í fangelsinu og eiginkonur þeirra hafa beðið Duda forseta um að náða stjórnmálamennina aftur. Duda sagði í fréttatilkynningu, að hann hefði ákveðið að hefja náðunarferlið á ný og bað ríkissaksóknarann að brýna fyrir saksóknaranum að fresta fullnustu refsingar gegn stjórnmálamönnum.