Það var mikill sigur fyrir Donald Trump, þegar forkosningar hófust í Iowa í gær. Þrátt fyrir nístandi kulda fór fólk á kjörstað til að kjósa. En allir eru ekki ánægðir með sigurvegarann.
Fljótlega eftir að byrjað var að telja atkvæðin í Iowa-ríki varð ljóst, að Donald Trump færi með sigur af hólmi. Þegar nær öll atkvæði voru talin hafði Trump 51%, samkvæmt Associated Press (AP). Það þýðir frábæra byrjun á prófkjöri repúblikana um tilnefningu forsetaframbjóðanda flokksins fyrir kosningarnar í haust.
Í sigurræðu sinni (sjá að neðan) fagnaði Trump úrslitunum og þakkaði fyrir þann stuðning sem hann hafði fengið. Hann ræddi um sameiningu Bandaríkjamanna til að takast á við þau vandamál sem Bandaríkin glíma við, þar á meðal hinn mikla ólöglega fólksinnflutning. Vill hann setja ólöglega innflytjendur á stóran „útvísunarlista“ og senda úr landi
Ron DeSantis varð í öðru sæti með 21,2%, Nikki Haley í þriðja sæti með 19,1% og Vivek Ramaswamy í fjórða sæti með 7,7%. Vivek Ramaswamy hefur dregið framboð sitt til baka eftir úrslitin og hvetur repúblikana til að fylkja sér um Trump. Ron DeSantis ásakaði fjölmiðla að tilkynna um úrslitin áður en allir voru búnir að kjósa og sagði fjölmiðlana bara hafa áhuga á Trump.
Stærsta forskot sem frambjóðandi repúblikana hefur áður haft í forkosningu í Iowa var Bob Dole sem leiddi um 12,8% árið 1988 samkvæmt Reuters.