Harvard prófessor fordæmir tjáningarfrelsi á X og segir það „eitraðan stað“

Naomi Oreskes prófessor við Harvard háskóla fordæmdi tjáningarfrelsið á Twitter-X og sagði það „fasískt“ á glóbalistasamkomunni í Davos.

Naomi Oreskes:

„Ég var í langan tíma á Twitter og nú er þetta orðinn svo eitraður staður, að ég hef komist að þeirri niðurstöðu, að það sé ekki þess virði að eyða tíma þar. Eins og þú sagðir, það er þreytandi. Þú verður því að velja og hafna og hugsa um hvar þeir staðir eru, þar sem þú getur komið skilaboðum þínum á framfæri. Ég er að reyna að komast að því, ég meina, ég hef gefist upp á X. Meira að segja nafnið er hryllilegt, ekki satt. Ég veit ekki hver valkosturinn er í augnablikinu.“

Svissneski eðlisfræðingurinn Luciana Vaccaro sagði:

Varðandi spurninguna um samfélagsmiðla, ég verð að segja að ég hef líka verið á Twitter. Svo X, vegna þess að, já, þetta er eitrað umhverfi og við tölum um það. Ég hef enga lausn á því, en ég held að einn daginn komi að skuldadögum siðaregluna á þessum stöðum. Hvers vegna hafa samfélagsmiðlarnir svona mikil völd að þeim leyfist að dreifa vitlausum fréttum og móðgunum, sem blaðamenn og blöð vilja breyta? Við getum enn gert það, vegna þess að þetta er nýtt. Ég tel, að það verði samfélagsleg viðbrögð varðandi hvernig upplýsingum er komið þangað. Auðvitað er stefna eiganda samfélagsmiðla líka vandamál. Ég held að þetta sé vandamál framtíðarsamfélagsins.“

Þeir fara á eftir málfrelsinu og vilja stjórna þér

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa