Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, er einn af uppáhalds stjórnmálamönnum glóbalismans. Hann er núna í klístrinu eftir að alríkisdómstóll Kanada kvað upp þann úrskurð, að neyðarlögin sem Trudeau setti til að fara með offorsi gegn vörubílstjórum í verkfalli, voru „ósanngjörn og stangast á við stjórnarskrána.“
Þessi úrskurður alríkisdómstólsins mun örugglega ekki gera hlutina auðveldari fyrir glóbalistann Justin Trudeau og auka á þegar mikla andúð gegn honum meðal almennings. Fjöldi samtaka og stofnana eins og Stjórnlagastofnun Kanada og Mannréttindasamtök Kanada kærðu Trudeau 2022 vegna neyðarlaga sem hann beitti m.a. til að berja niður mótmæli vörubílstjóra með hervaldi og frysta bankareikninga mótmælenda sem studdu „Frelsislest“ flutningabílstjóranna. Bílstjórarnir mótmæltu upprunalega bólusetningarpössum og þvingunum sem skertu atvinnufrelsi þeirra verulega.
True North greinir frá: Trudeau „braut á rétti stjórnarskrárinnar“ takmarkaði hugsana-, skoðana- og tjáningarfrelsi og „braut gegn rétti til öryggis gegn óeðlilegri leit eða haldlagningu“. Alríkisdómstóllinn skrifar (í lausri þýðingu):
„Því er lýst yfir, að ákvörðunin um að gefa út neyðaryfirlýsinguna ásamt tilheyrandi lögum hafi verið ósanngjörn og öfgafull og fyrir utan heimildir neyðarlaga.“
Með öðrum orðum: Lagalegum skilyrðum var ekki fylgt við ákvörðun ríkisstjórnar Trudeau að nota ríkisvaldið til að berja niður lögleg mótmæli flutningabílstjóranna.
„Í úrskurði sínum lagði Richard Mosley dómari áherslu á, að líta ætti á neyðarlög sem síðasta úrræði, sem aðeins yrði beitt þegar allir aðrir möguleikar hafa verið tæmdir. Hann komst að því, að sönnunargögnin bentu til þess að flest fylki væru fær um að hafa stjórn á ástandinu með því að nota gildandi lög eins og hegningarlög.“
Ríkisstjórninni tókst ekki að sýna fram á afgerandi nauðsyn þess að skírskota til neyðarlaga og dómstóllinn lagði áherslu á mikilvægi þess að reyna til þrautar önnur úrræði áður en gripið er til þessa þrautavarnar.
Stjórnarandstaðan lyftir þessu hátt á loft og íhaldsmenn hafa hafið undirskriftasöfnun í Kanada til að víkja Justin Trudeau úr embætti sem forsætisráðherra landsins (sjá X að neðan). Þar fyrir neðan má sjá X um málið.