Óraunhæft að halda að Rússar láti Krímskaga, Donbass og Luhansk af hendi

„Úkraínu er algjörlega stjórnað af Bandaríkjunum.“ Það fullyrðir Robert Fico, sósíaldemókratískur forsætisráðherra Slóvakíu, sem líkir ástandinu í Úkraínu við að Mexíkó væri hernaðarlega stjórnað af Rússlandi.

Robert Fico, var í viðtali hjá Radio Slovenska s.l. laugardag og hafa ummæli hans vakið alþjóðlega athygli. Fico talaði um stríðið í Úkraínu og segir, að Úkraína verði að gefa eftir landsvæði til að semja frið við Rússland.

Ber saman Úkraínu við Mexíkó

Forsætisráðherra Slóvakíu spurði hvernig Bandaríkin myndu bregðast við ef málið varðaði þeirra eigin nágranna í suðri. Fico sagði:

„Ímyndið ykkur að varnarmálaráðuneyti Mexíkó sé algjörlega undir stjórn Rússa. Að stjórnmálunum, öllu valdi – forsetanum og ríkisstjórninni, sé stjórnað af Rússlandi. Ímyndið ykkur síðan að her Mexíkó gangi í hernaðarsamtök þar sem Rússland hafa leiðandi hlutverki.“

Úkraína er ekki fullvalda sjálfstætt land. Það er algerlega og beint stjórnað af Bandaríkjunum.

Sósíalkrötum ESB reiðir út í eigin hugsandi flokksbræður sína í Slóvakíu

Robert Fico tók við embætti sem nýr forsætisráðherra Slóvakíu í október síðastliðnum. Hann leiðir stærsta flokk landsins „Riktning – Socialdemokrati“ sem er þjóðernissinnaður jafnaðarmannaflokkur. Þetta er í þriðja sinn sem hann er forsætisráðherra landsins. Fyrsta skiptið var árið 2006.

Í hvert sinn sem Fico hefur unnið kosningar í Slóvakíu veldur það sósíaldemókratískum flokkssystkinum hans í ESB mikilli reiði og áhyggjum. Ástæðan er stjórnarsamstarf hans við slóvakíska þjóðsinnaða flokkinn SNS. Var slóvakískum sósíaldemókrötum vikið tímabundið úr evrópska jafnaðarmannaflokknum PES árið 2006.

Stefan Löfven, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar og fv. formaður sænskra sósíaldemókrataflokksins, fer nú með forystuhlutverk innan PES, evrópska jafnaðarmannaflokksins. Hann hótar enn á ný að kasta slóvakískum flokksbræðrum sínum á dyr. Núna með ásökunum um að slóvakískir kratar vinni með Rússum og vilji ekki senda peninga og vopn til Úkraínu.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa