Að veturinn hafi verið óvenju kaldur og ný kuldamet slegin, stafar einmitt af „loftslagsbreytingum.“ Þetta er haft eftir veðurstofu Sameinuðu þjóðanna „World Meteorological Organization, WMO“ að sögn Aftonbladet. Er það nýskipaður aðalritari veðurstofu Sameinuðu þjóðanna, argentínska veðurkonan Celest Saulo, sem lætur þessa skýringu fara frá sér. Var hún kjörinn aðalritari veðurstofunnar á alþjóðaveðurþingi 193 aðildarríkja WMO. Lesendur eru varaðir við að ekki er um neitt snemmbúið aprílgabb að ræða heldur fúlustu alvöru hinna veðurþreyttu sameinuðu þjóða.
Forseti Argentínu, Alberto Fernandez sagði á X skv. France 24, eftir að Celest Saulo var kjörinn aðalveðurviti SÞ, að
„Vísindi Argentínu halda áfram að vekja athygli í heimsbyggðinni. Hvílíkt stolt!“
Santiago Cafiero, utanríkisráðherra Argentínu vildi ekki vera minni og gaf út eigin yfirlýsingu:
„Fyrir Argentínu er formennskan stefnumótandi, viðeigandi og mikilvæg í sögu lands okkar.“
Celeste Saulo segir við fréttastofu AP:að hlýnun jarðar leiði til kaldari vetra. Hún segir:
„Við eigum von á kaldari vetrum í framtíðinni. Þróunin sem við sjáum er mikið áhyggjuefni.“
Í Norður-Evrópu hefur veturinn verið óvenju kaldur og ný kuldamet hafa verið skráð í Svíþjóð, mínus 44,6. á Celsíus í Kiruna. Skýring Celeste Saulo – sem er eins og hvert annað huldumál fyrir venjulega, dauðlega – er sú „að lágþrýstingshringiða heimskautsins færist lengra suður“ vegna hlýnunar jarðar.