Aðeins Bandaríkin ógna heimsmeistaratitli Íslands í notkun þunglyndislyfja

Íslendingar vilja gjarnan vera heimsmeistarar miðað við höfðatölu í nánast hverju sem er. Það ýtir undir sjálfsöryggið í samskiptum við erlenda að geta sýnt fram á jákvæðar tölur í samanburði við aðra. En allt er ekki gull sem glóir. Eða?

Í nýjum þætti „Rupin Report“ fjallar Dave Rubin meðal annars um neyslu þunglyndislyfja í Bandaríkjunum (sjá mínútu 40 í myndskeiði að neðan). Hann sýndi þá graf OECD frá 2016 sem sýndi, að Bandaríkjamenn voru heimsmeistarar í þeirri grein með Íslendinga þétt á hælunum. Sjá graf 1 að neðan:

Það er mun erfiðara að fá gögn um neyslu Bandaríkjanna á þunglyndislyfjum en Evrópulanda en heimsmeistaratitill Bandaríkjanna árið 2016 hneykslaði Dave Rubin.

Íslendingar hamingjusamastir í heimi

31.des 2003 mátti lesa eftirfarandi í Morgunblaðinu:

„ÍSLENDINGAR eru hamingjusamastir í heimi, samkvæmt Alþjóða hamingjuupplýsingabankanum ( The World Database of Happiness ), og sérfræðingur hjá sænsku hagstofunni segir, að út frá fólksfjöldafræðilegum viðmiðum sé best að búa á Íslandi af Norðurlöndunum.“

Annað hvort hefur Ísland farið frá því að vera hamingjusamasta fólk yfir í það þunglyndasta eða að þunglyndislyfin eigi þátt í því, að gera Íslendinga svona hamingjusama. Nema þá að þunglyndið sé hamingja landsmanna. Þá ættu þunglyndislyfin að vera óþörf. Þegar kíkt er nánar á þátt Íslands í þunglyndislyfjaneyslu er landið alls staða sigurvegari í greininni (Bandaríkin ekki talin með). Hér koma nokkur línurit því til staðfestingar:

2022: Ísland á toppnum

2021: Ísland á toppnum

2015 og 2021: Ísland á toppnum

2011 og 2020: Ísland á toppnum

2000 og 2017: Ísland á toppnum

2016, 2017 og 2018: Ísland á toppnum

2000 og 2013: Ísland á toppnum:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa