Sænska Sjónvarpið greinir frá því, að stórum hagléljum hafi rignt yfir Sameinuðu arabísku furstadæmin og gert jörðina hvíta. Þegar élin bráðnuðu, þá mynduðust flóð vegna þess að frárennsliskerfin eru ekki gerð fyrir slíkt veður. Margir eru undrandi yfir því, að éljagangur sé í landi þar sem eyðumerkurloftslag ríkir. Sjálfsagt hefur Veðurstofa Sameinuðu þjóðanna skýringu á því eins og svo mörgu öðru sem getur sannað tilvist hamfarahlýnunar fyrir jarðarbúum.