Þýskaland: Verður ólöglegt að „gera gys að ríkinu“

Innanríkisráðherra Þýskalands, Nancy Faeser, hefur samið nýjan pakka af aðgerðum til að „vernda lýðræðið.“ Meðal annars fá meintir „hægri öfgamenn“ ekki lengur að njóta bankaleyndar og fólk sem „hæðist að ríkinu“ verður sótt til saka.

Nius segir frá, að innanríkisráðherrann Nancy Faeser hafi sagt á blaðamannafundi í Berlín fyrr í vikunni:

„Það þarf að mæta þeim, sem gera gys að ríkinu, með sterku ríki.“

Innanríkisráðherrann er sjálf sökuð um að vera vinstri öfgakona sem skrifaði greinar fyrir Antifa mánuðum áður en hún varð ráðherra.

Vill víkka út refsiábyrgð í skoðanaskiptum á samfélagsmiðlum

Á blaðamannafundinum á þriðjudaginn lagði Nancy Faeser áherslu á að hún vilji stemma stigu við því „háði“ sem enn er ekki sakhæft og viðgengst órefsað vegna málfrelsis. Að sögn ráðherrans snýst málið um að „berjast gegn ógnum við lýðræðið.“ Hún sagði:

„Við viljum taka með í reikninginn að hatur á internetinu á sér einnig stað undir viðmiðunarmörkum refsiábyrgðar. Margir af óvinum lýðræðisins vita nákvæmlega hvar mörkin liggja fyrir tjáningarfrelsi á samfélagsmiðlum.“

Vill að bankar haldi skrá yfir einstaklinga sem styrkja „öfgahægri“ samtök

Auk þess að berjast gegn „háði gagnvart ríkinu“ vill Nancy Faeser setja viðbótarlög sem, að sögn gagnrýnenda, taka Þýskaland enn eitt skrefið á leiðinni til að verða einræðisríki. Hún vill meðal annars breyta bankaleynd, þannig að hægt verði að kortleggja fólk sem gefur fé til „öfgahægri samtaka.“ Nancy Faeser sagði:

„Enginn sem gefur fé til hægri öfgasamtaka ætti að geta treyst á, að það komist ekki upp um þá.“

Bankar farnir að hóta viðskiptavinum

Þýskir fjölmiðlar hafa fjallað um það að undanförnu, að Sparkasse bankinn hafi sent hótunarbréf til viðskiptavinar sem gaf fé til flokksins Valkosts fyrir Þýskaland sem gagnrýnir yfirvöld fyrir hömlulausin fólksinnflutning. Í bréfi sem einum viðskiptavini var sent segir, að sögn Junge Freiheit:

„Það í þágu eigin hagsmuna yðar að stöðva greiðslur af þessu tagi.“


Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa