Svíar senda stærsta stríðspakka til Úkraínu

Sænska ríkisstjórnin veikir efnahag og eigin varnir Svíþjóðar með stríðsgjafapökkum til Úkraínu. Pål Jonson, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, á innfelldri mynd.

Sænska ríkisstjórnin tilkynnti í morgun að Svíþjóð muni senda stærsta hernaðaraðstoð til Úkraínu til þessa, upp á 7,1 milljarð sænskra króna. Meðal annars að senda alls tíu orrustubáta 90, tuttugu herliðsbáta og neðansjávarvopn til Úkraínu. Pakkinn er sá 15. sem Svíar senda til Úkraínu.

Pål Jonson varnarmálaráðherra Svíþjóðar sagði á blaðamannafundi í morgun:

„Á endanum snýst þetta um mannúð og velsæmi. Það snýst líka um að verja gildi og hagsmuni sem eru mikilvægir fyrir Svíþjóð og hagsmuni Svíþjóðar.“

Samtímis berast fregnir frá sænska hernum að búið sé að gefa svo mikið af skotfærum og vopnabúnaði úr hirslum hersins til Úkraínu, að stríðsgeta Svíþjóðar er ógnað. Peningar eru ekki til að bæta fyrir birgðirnar heima fyrir. Með fyrri stuðningspökkunum sem Svíar hafa þegar sent til Úkraínu er kostnaðurinn fyrir sænska skattgreiðendur samtals rúmlega 30 milljarðar sænskra króna.

Nýi hernaðarpakkinn inniheldur:

  • 10 Orrustubáta 90
  • 20 herliðsbáta
  • Neðansjávarvopn, svo sem jarðsprengjur og tundurskeyti
  • Fjölda loftvarnarkerfa af gerðinni Robot 70
  • Skriðdrekavarnarvélmenni af gerðinni TOW
  • Sprengjuriffla með skotfærum
  • Stórskotaliðs skotfæri
  • Handsprengjur
  • Carl Gustaf sprengjuriffla
  • Lækningabúnað
  • Sjúkrabíla
  • 1 milljarð sænskra króna til að kaupa herbúnað gegnum ýmsa sjóði, sem og 1 milljarð til að panta nýja skriðdreka 90 fyrir Úkraínu
  • 400 milljónir sænskra króna til ýmissa fræðsluverkefna fyrir Úkraínumenn

Að sögn varnarmálaráðherrans er nýi hernaðarpakkinn sérstaklega hannaður í samræmi við þarfir Úkraínu. Pål Jonson segir:

„Þar sem við höfum ekki ótakmarkað fjármagn fyrir okkar eigin her, þá er mikilvægt að skapa grundvöll til að afhenda nýframleiddan varnarbúnað.“


Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa