Bændauppreisnin gegn ESB og „grænu lömunarveikinni“ komin til Madrid

Bændauppreisnin er í fullum gangi. Spænskir bændur voru með mikil mótmæli í gær í Madrid, höfuðborg Spánar. Söfnuðust þúsundir bænda til að mótmæla lamandi grænstefnu ESB sem er að gera út af við landbúnaðinn með hækkuðu verðlagi, sköttum og reglugerðarfargani.

Þúsundir bænda söfnuðust saman í miðborg Madríd 21. febrúar í áframhaldandi mótmælum gegn ESB og landbúnaðarstefnu yfirvalda. Krefjast bændur aðgerða til að draga úr hækkun framleiðslukostnaðar. Voru mótmælin þau stærstu fram að þessu og koma í kjölfar tveggja vikna daglegra mótmæla víðs vegar um landið.

Viljum bara geta lifað af vinnu okkur

Associated Press greindi frá:

„Margar af dráttarvélunum voru með spænska fánann og á borðum mátti lesa: „Ekkert líf án búskapar“ og „Bændur í útrýmingarhættu.“ Silvia Ruiz, 46 ára, búfjárbóndi frá miðsvæði Burgos, sagði við fjölmiðla:

„Það er ómögulegt að lifa af landbúnaði á landsbyggðinni. Það er það sem við viljum, að geta lifað af vinnu okkar. Það er allt sem við biðjum um.“

Stefna ESB leggur svo miklar álögur á landbúnaðinn að bændur eru ekki lengur samkeppnisfærir við innflutt matvæli frá löndum utan ESB

Skipuleggjendur sögðust koma með yfir 500 dráttarvélar og mun fleiri bændur komu til höfuðborgarinnar í rútum. Svipuð mótmæli hafa átt sér stað víðs vegar innan ESB á undanförnum vikum. Bændur kvarta undan því, að stefna ESB í umhverfismálum sé fjárhagsleg byrði og geri landbúnaðarvörur dýrari og ósamkeppnisfæra við innflutt matvæli frá löndum fyrir utan ESB.

Spánn og framkvæmdastjórn ESB hafa gefið nokkrar tilslakanir undanfarnar vikur en bændur segja að þær séu ófullnægjandi. Bændur kvarta einnig yfir lögum sé ekki framfylgt sem eiga að tryggja, að stórkaupendur stórmarkaða borgi sanngjarnt verð fyrir landbúnaðarafurðir sínar. Er það ekki gert jafnvel þegar verð til neytandans hækkar. Hér er myndskeið frá Madrid í gær:

Á sama tíma verður Emmanuel Macron forseti Frakklands fyrir enn meiri þrýstings frá reiðum bændum. Búist er við að Macron taki þátt í opnun helstu árlegu landbúnaðarsýningu Frakklands um helgina í París. Gabriel Attal, forsætisráðherra Frakklands, reyndi á miðvikudaginn að sannfæra bændur um, að hann hraðaði viðleitni til að gera búskap ábatasamari og einfaldari. Hann sagði:

„Bændur hafa látið í sér heyra víðsvegar um Evrópu á undanförnum vikum. Þeir eru reiðir og angist þeirra er djúp. Kall þeirra er umfram allt ákall um aðgerðir.“

Attal lofaði röð aðgerða eins og að aðstoða bændur í viðskiptaviðræðum við dreifingaraðila; gera bændum auðveldara og ódýrara að ráða árstíðabundið starfsfólk m.a. erlendis frá; vernda franska bændur gegn úkraínskum innflutningi á kjúklingum, eggjum, sykri og korni.

Frá myndbandinu að ofan:

„Jæja fjölskylda, hérna erum við að fara inn í Madríd í „Puerta de Alcalá“. Þetta er sögulegt. Hundruð dráttarvéla alls staðar að frá Spáni eru í höfuðborginni. Ég er hér með Jesús bónda. Við höldum áfram að styðja þá!

Lögreglan beitti kylfum

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa