Sprengingar og skotárásir hluti af hversdagslífi Svía – lögreglan segist ekki ráða við ofbeldið

Nýjasta sprengjuhryðjuverkið í gærkvöldi í íbúðarhverfi í Norrköping (skjáskot SVT).

Sprengingar í íbúðarhverfum eru hluti af hversdagslífi Svía. Skotárásir sömuleiðis. Eru það aðallega glæpahópar sem eru að drepa hverja aðra og ættingja hverra annarra í stríði um yfirráð yfir svæðum og eiturlyfjamörkuðum. Öryggi almennra Svía hefur verulega hrakað á síðustu árum og fleiri láta lífið eða særast fyrir það eitt að vera á vitlausum stað á vitlausum tíma. Ekki bætir úr skák þegar fullhraustir lögreglumenn kveinka sér, segjast of fáliðaðir og fá ekkert ráðið við ástandið.

Dæmigerð sænsk frétt frá SVT: – Sprenging varð á fimmtudagskvöldið á Klockaretorpet svæðinu í Norrköping. 22.42 barst SOS símtal um sprengingu í raðhúsahverfi. Björgunarsveitir aðstoða lögreglu við að girða af svæðið. Lögreglan segist vera á vettvangi og að um minniháttar sprengingu hafi verið að ræða. Enginn er sagður hafa slasast. Lögreglan hefur hafið rannsókn á skemmdarverki. Samkvæmt fyrstu upplýsingum frá neyðarþjónustu var ekki talið að um eld væri að ræða í tengslum við sprenginguna.

Næsta frétt í morgun var svo um að lögreglan lokaði af húsasvæði í öðru hverfi í sömu borg og íbúar fluttir burtu á meðan sprengjudeildin leitar af sér grun um hugsanlega sprengju á svæðinu. Talsmaður lögreglunnar segir:

„Við höfum rýmt og hýsum um fimmtíu manns. Aðgerðin er í fullum gangi, beðið er eftir úttekt sprengjudeildarinnar.“

Lögreglan ræður ekki við ástandið

Fyrir hönd Lögreglufélagsins hefur Novus gert könnun, þar sem átta af hverjum tíu lögreglumönnum segja að sjaldan eða aldrei séu nógu margir lögreglumenn að störfum til að takast sem best á við hugsanlegt eða raunverulegt ofbeldi gegn lögreglunni. Katharina von Sydow, formaður Lögreglufélagsins segir:

„Það er mikilvægt að vernda þá sem vernda okkur. Lögreglustarfið er áhættusamt og vinnuveitandinn verður að gera allt sem hann getur til að lágmarka áhættuna. Við teljum að það eigi að vera að minnsta kosti tveir lögreglumenn saman við hugsanlega ógnandi aðstæður.“


61% segja að það að vera sendir til aðstoðar á öðrum svæðum tæmi starfsgetu eigins svæði. 56% segja að skotárásirnar og sprengjuárásirnar taki sífellt meiri kraft og tíma. „Yfirvinnustundirnar eru margar og lögreglumenn verða að fá að einbeita sér að lögreglustörfum“ segir Katharina von Sydow og vísar til allrar pappírs- og skýrsluvinnu sem lögreglumenn þurfa að vinna. Fjölga þarf lögreglumönnum og koma á betri verkstjórn innan lögreglunnar. Einnig telja lögreglumenn að setja þurfi strangari löggjöf varðandi ofbeldi gegn lögreglumönnum. Eins og er vex því glæpahópunum ásmegin og þrátt fyrir hetjuleg störf sænsku lögreglunnar, þá er hún ekki útbúin til að takast að fullu á við hið vaxandi vandamál Svíþjóðar.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa