Bændauppreisn hefst í Svíþjóð

Núna taka sænskir bændur þátt í baráttunni gegn ofbeldi Evrópusambandsins og sænskra valdhafa. Fyrstu mótmælin voru í gær í Skáni og vonandi fylgja fleiri bændur með í baráttunni fyrir lífi matvælaframleiðslunnar svo hægt verði að stöðva smölun á bændum ofan í grænu gröfina sem glóbalistarnir hafa útbúið.

Þetta er fyrsta hreyfing bænda í Svíþjóð til stuðnings mótmælaaðgerðum bænda um alla Evrópu sem skekur valdaelítuna um þessar mundir. Mótmælin í Svíþjóð voru friðsamlegri en víða í Evrópu og sýndu greinilega að óánægja ríkir meðal almennings. Sænska Frelsisfréttin var á staðnum og tók myndir og gerði myndbandið sem sjá má hér að neðan.

Um 70 dráttarvélar skánskra bænda auk hundruði mótmælenda tóku þátt í mótmælaaðgerðunum. Að auki komu margir á bílum sínum í dráttarvélalestina.

Mikilvægt mál

Þau verja líf bændastéttarinnar. Frá vinstri: Jan Ola Mårtensson, Helena N. Olofsson och Oscar Andersson. (Einkamynd).

Frelsisfréttin ræddi við skipuleggjendur mótmælanna (sjá mynd að ofan) sem greindu frá því, að bændur hefðu ætlað þetta lengi burtséð frá aðgerðum bænda á meginlandinu. Athygli uppreisnar bænda á meginlandinu væri mikil hjálp við að koma á framfæri ástandi sænskra bænda. Bændurnir komu úr nærsveitunum en allri bændir í Svíþjóð hvar sem er í landinu standa frammi fyrir sama grundvallarvanda. Sænskir bændur benda á að Svíar flytja inn helming matvæla samtímis sem bændur fá styrk frá ESB fyrir að nýta ekki allt nýtanlegt land.

Kröfur bænda eru að hægt sé að lifa á landbúnaðarstörfum og framleiðsluskilyrði verði arðbærari. Krefjast þeir m.a. minna skrifræðis vegna fáránlegra reglna ESB.

Bændur vilja einfalda lög og reglugerðir og taka upp ábyrgð embættismanna að nýju.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá mótmælunum.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa