Bændur réðust á sýningarbás ESB á landbúnaðarsýningunni í París

Hópur reiðra bænda réðst inn á vel sótta landbúnaðarsýningu í París á laugardag. Emmanuel Macron Frakklandsforseti, var á sýningunni. Bændurnir hrópuðu á hann að segja af sér. Bændurnir veltu sýningarbás ESB, sem Frakklandsforseti fordæmdi (sjá X að neðan).

Á laugardaginn réðust bændur á landbúnaðarsýninguna í París. Notuðu þeir tækifærið og létu óspart í ljós óánægju sína með reglur ESB, háan eldsneytiskostnað og íþyngjandi skrifræði. Bændurnir fóru á sýninguna, þegar Emmanuel Macron forseti var þar staddur. Kölluðu þeir á hann og kröfðust afsagnar Frakklandsforseta.

Uppreisn bænda neyðir Frakklandsforseta til viðræðna við fulltrúa bænda

Á X-inu hér að neðan má sjá, hvernig reiðir bændur ráðast á sýningarbás ESB og reyna að velta honum. Var a.m.k. einn þeirra handtekinn af lögreglu. Macron fordæmdi mótmæli bændanna og sagði að þeir sem tækju þátt væru „ekki að hjálpa starfsbræðrum sínum“ með skemmdarverkum. Hann sagði einnig að aðgerðir bændanna fældu burtu barnafjölskyldur frá sýningunni.

Margra vikna mótmæli bænda hafa neytt forsetann að bregðast við. Eftir þrjár vikur mun Macron hitta fulltrúa stærstu bændasambandanna til að ræða kröfur þeirra og hvernig stjórnvöld geti komið til móts við bændurna.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa