Leiðtogar heims stuðla ekki að friði – eru eins og tilfinningaþrungnar fótboltabullur

Aleksandar Vučić, forseti Serbíu, trúir því ekki að leiðtogar heims vinni að friði. (Mynd: Wikipedia/ duma.gov.ru. CC 4.0).

Forseti Serbíu er ákveðinn, þegar hann segir að leiðtogar heimsins hafi sýnt að þeir vinni ekki fyrir friðinn. Hann telur að þeir líti á frið sem „óæskilega hugsjón“ og að þeir hagi sér eins og „tilfinningaþrungnar fótboltabullur.“

Aleksandar Vučić, forseti Serbíu, tók þátt í öryggisstefnuráðstefnunni í München sem lauk fyrir rúmri viku. Eftir ráðstefnuna kom forsetinn fram í viðtali við rússneska TASS og sagði að „alþjóða leiðtogar vinni ekki lengur að því að koma á friði.“

Leiðtogar heimsins eru tilfinningaþrungnar fótboltabullur

Vučić sagðist hafa getað metið vilja leiðtoga heimsins til að vinna að friði á hverjum fundi sem hann hefur sótt. Hann tekur eftir því, að viljinn fer minnkandi með hverjum fundi sem hann sækir. Hann segir að alþjóðasamfélagið hafi ekki lengur áhuga á að binda enda á stríð og líti þess í stað á friðinn sem „óæskilega hugsjón.“

Forsetinn sagði einnig að þátttakendurnir á öryggisstefnuráðstefnunni í ár hafi hagað sér eins og tilfinningaþrungnar „fótboltabullur.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa