Þannig ætla franskir bændur að þrýsta enn frekar á stjórnvöld

Frönsku bændurnir eru ekkert á því að fara að gefast upp. Núna tilkynna stærstu bændasamtök Frakklands, að þau muni framkvæma fleiri vegahindranir og mótmæli á næstu vikum til að þrýsta enn frekar á stjórnvöld.

Um miðjan mars fara fulltrúar bændasamtakanna á fund Emmanuel Macron Frakklandsforseta. Á fundinum mun uppreisn bænda og kröfur þeirra verða ræddar. Að sögn Arnaud Rousseau, formanns frönsku bændasamtakanna, munu mótmæli bænda ekkert hætta, þó þessi fundur sé haldinn. Hann segir það „mistök“ að halda, að „allt verði yfirstaðið“ á 15 dögum og segir, að bændur þurfi eitthvað áþreifanlegt. Frá þessu greinir France24.

Fleiri aðgerðir

Rousseau segir að bændur muni geta skipulagt fleiri mótmælaaðgerðir til þess að þrýsta á stjórnvöld um haldbærar aðgerðir. Hann vildi ekki upplýsa um, hvað bændur hafi áformað, en segir að það gæti verið „margar aðgerðir til að tryggja að hlutirnir gerist á næstu dögum“.

Mótmælin í Frakklandi hafa minnkað á síðustu vikum, eftir að bændur fengu í gegn eina af kröfum sínum – aðgerðarpakka upp á 400 milljónir evra. Núna verður kannski hins vegar að hefja mótmælin að fullu aftur eingöngu til að reka á eftir stjórnvöldum um að standa við gefin loforð.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa