Elon Musk sagður ætla að skora á YouTube

Elon Musk lagði mikið af mörkum til tjáningarfrelsis á netinu þegar hann keypti Twitter. Núna er mögulegt, að honum takist enn frekar að þrýsta ritskoðunaröflunum lengra burtu, þegar hann kemur með möguleika að flytja myndbönd á X beint í sjónvarpinu. Þá gætu margir farið frá ritskoðunarrásinni YouTube yfir á X.

Lengi vel var Twitter alræmt fyrir ritskoðun en þegar Elon Musk keypti samfélagsmiðilinn árið 2022 varð snöggur viðsnúningur. Hann birti mikið magn upplýsinga sem afhjúpuðu hina víðtæku ritskoðun og hann leyfði notendum að snúa til baka, sem höfðu verið settir í bann vegna skoðana sinna.

Ætlar að skora á Youtube

Í kjölfar kaupa og endurskipulagningar á Twitter (sem fékk nafnið X), kemur núna frétt um að Musk stefni að því að skora á annan vettvang sem er alræmdur fyrir ritskoðun: YouTube. Þetta kemur fram í tímaritinu Fortune.

Samkvæmt heimildum er um að ræða app sem gerir það mögulegt að spila myndbönd frá X beint í sjónvarpinu. Forritið verður fáanlegt fyrir Amazon og Samsung sjónvörp í byrjun. Meiningin er sú, að fleiri kvikmyndagerðarmenn og auglýsendur noti X í staðinn fyrir Youtube. Musk er einnig sagður hafa áhuga á að keppa við streymisþjónustuna Twitch, öruggu skilaboðaþjónustuna Signal og spjallborðið Reddit.

Þá verður þjónustan opnuð

Samkvæmt Fortune vildu hvorki X né Musk tjá sig um gögnin, en á laugardaginn birti Musk afhjúpandi færslu á X. Þar tjáir hann sig um færslu um fyrirhugaða athöfn. Ummæli Musk eru „kemur bráðum.“ Samkvæmt Fortune mun þjónustan opna í næstu viku.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa